Ólafur Árni Sveinsson, læknir og heimspekingur, ritar áhugaverða grein í 7. tölublað Læknablaðsins 2007 (Líknardráp – siðferðilegur valkostur?) þar sem hann rökstyður andstöðu sína gegn líknardrápi. Ólafur Árni tilgreinir fjölmörg rök gegn líknardrápi en leggur áherslu á fjögur meginrök. Ég er ósammála meginniðurstöðum Ólafs og ætla að útskýra afstöðu mína hér. Helstu rök Ólafs gegn líknardrápi eru þessi:
1) Það er trú margra, að rangt sé að taka líf undir öllum kringumstæðum.
2) Það er óréttmæt krafa að biðja eina manneskju um að taka líf annarrar, svokölluð gagnkvæmisrök. Auk þess samrýmist líknardráp alls ekki grundvallarstarfsreglum lækna og hjúkrunarfræðinga og gæti hæglega truflað trúnaðarsamband sjúklings og læknis, þ.e. meðferðarsambandið.
3) Til eru „empirísk rök“ þ.e. rök byggð á reynslu. Ólafur Árni segir að „líknardráp í Hollandi sé ekki undir nógu góðu eftirliti og bjóði heim misnotkun, sem líklega er raunin í Hollandi.“
4) Þó að líknardráp sé hugsanlega réttlætanlegt í einstaka tilfellum, þá leiðir það til misnotkunar vegna skilaboðanna og þrýstingsins sem kosturinn hefur í för með sér.
(meira…)