Má ég fá hjálp við að deyja? Hugleiðingar um líknardauða

Í stuttu máli er niðurstaða mín sú að lögleiðing líknardráps með skýrum skilyrðum ætti ekki að vera íþyngjandi fyrir aðra og hægt er að haga málum þannig að litlar líkur séu á misnotkun. Skýr lög myndu ekki hafa nein bein áhrif á þá sem eru, af trúarlegum eða siðferðilegum forsendum, á móti líknardauða. Með því að bjóða upp á líknardauða með skýrum skilyrðum er verið að bjóða upp á mannúðlegan valkost fyrir þá sem kjósa af yfirlögðu ráði að deyja með reisn og á eigin forsendum.

Líknardráp er siðferðislegur valkostur

Ólafur Árni Sveinsson, læknir og heimspekingur, ritar áhugaverða grein í 7. tölublað Læknablaðsins 2007 (Líknardráp – siðferðilegur valkostur?) þar sem hann rökstyður andstöðu sína gegn líknardrápi. Ólafur Árni tilgreinir fjölmörg rök gegn líknardrápi en leggur áherslu á fjögur meginrök. Ég er ósammála meginniðurstöðum Ólafs og ætla að útskýra afstöðu mína hér. Helstu rök Ólafs gegn líknardrápi eru þessi:

1) Það er trú margra, að rangt sé að taka líf undir öllum kringumstæðum.

2) Það er óréttmæt krafa að biðja eina manneskju um að taka líf annarrar, svokölluð gagnkvæmisrök. Auk þess samrýmist líknardráp alls ekki grundvallarstarfsreglum lækna og hjúkrunarfræðinga og gæti hæglega truflað trúnaðarsamband sjúklings og læknis, þ.e. meðferðarsambandið.

3) Til eru „empirísk rök“ þ.e. rök byggð á reynslu. Ólafur Árni segir að „líknardráp í Hollandi sé ekki undir nógu góðu eftirliti og bjóði heim misnotkun, sem líklega er raunin í Hollandi.“

4) Þó að líknardráp sé hugsanlega réttlætanlegt í einstaka tilfellum, þá leiðir það til misnotkunar vegna skilaboðanna og þrýstingsins sem kosturinn hefur í för með sér.

(meira…)

Lögleiðing líknardráps er mannúðarmál

Tekið var viðtal við Matthías Halldórsson, aðstoðarlandlækni, í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann lýsti því yfir að það væri fráleitt að leyfa líknardráp hér á landi. Ástæðurnar sem hann nefndi voru tvær. Fyrri ástæðan sem hann nefndi var “siðferðisleg” og gaf hann þannig í skyn að líknardráp væri í eðli sínu siðlaus verknaður. Þetta er rangt eins og ég vil rökstyðja stuttlega í þessari grein. Seinni ástæðan sem Matthías nefndi (og kannski tengd “siðferðis”ástæðunni) var að “læknar á Íslandi vilja ekki leika Guð almáttugan og ákveða dauðastundina”. Þessi orð frá aðstoðarlandlækni komu mér á óvart í ljósi þess að læknar vinna við það alla daga að hafa áhrif á dauðstund sjúklinga sinna.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka