Aðförin að fátæku fólki

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Alþýðusamband Íslands stendur fyrir auglýsingaherferð þessa dagana sem ber heitið: Þetta er ekki réttlátt!  Þetta er þörf herferð sem ég leyfi mér að birta í heild sinni hér fyrir neðan. ASÍ kallar fjárlagafrumvarpið aðför að hagsmunum launafólks. Ég leyfi mér að kalla það aðför að fátæku fólk. Eins og ég hef áður sagt þá er það lygi að ekki séu til …

Frelsi öfgahægri manna og skoðanafasismi vinstri manna

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar8 skoðanir

Brynjar Níelsson og skoðanabræður hans á Facebook kvarta sáran yfir „skoðanafasisma“ vinstri manna sem uppnefna suma hægri menn öfgamenn. Langar greinar og athugasemdir eru skrifaðar um þessa meintu kúgun vinstri manna. Nánast án undantekninga er fjallað um þessar kvartanir, án nokkurar gagnrýni, í fjölmiðlum. Vinstri menn eru samkvæmt þessu fólki „stjórnlyndir“ og þeir hata frelsið. Frelsið sem hægri mönnum er …

Hver samþykkti þessa stefnu?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

„Lækkum skatta en rukkum sjúklinga. Spörum útgjöld til vegagerðar og látum vegfarendur greiða tolla og önnur gjöld. Hlífum ferðaþjónustunni við hækkun á gistináttagjaldi og rukkum Íslendinga fyrir þann munað að skoða eigið land. Spörum í skólakerfinu en hækkum skólagjöld… Það kostar að reka þetta samfélag! Sameinumst um þær tekjuöflunarleiðir sem bitna verst á þeim tekjulægstu!“ Þessi stefna virðist vera í …

„Það er nóg af peningum til í þessu landi“ – Fjallað um hugmyndafræði í Harmageddon

Sigurður Hólm GunnarssonHljóð og mynd

Fyrr í dag mætti ég í viðtal í Harmageddon að ræða pólitíska hugmyndafræði. Ég fjallaði um hvers vegna ég er jafnaðarmaður en ekki frjálshyggjumaður. Hugmyndafræði hægrimanna um sparnað í kreppu er galin og við þurfum á öflugum jafnaðarmannaflokki að halda. Viðtal við Sigurð Hólm um frjálslynda jafnaðarstefnu í Harmageddon _____ Hvers vegna skiptir hugmyndafræði máli? „Það er eitt að hafa …

Ayn Rand költið

Sigurður Hólm GunnarssonHljóð og mynd2 skoðanir

Ég kom við í Harmageddon í gær og ræddi um frjálshyggjugoðið Ayn Rand og hennar skoðanir. Held ég því fram að hluthyggjuhreyfing Rand hafi verið  hálfgert költ.  Frosti Logason er mér ekki alveg sammála enda svolítill Randisti en ég held að mér hafi tekist að sannfæra Mána. Vonum það  🙂 Viðtalið: Hver var hugmyndafræði Ayn Rand? (Harmageddon  30. október 2013) …

Russell Brand byltingin

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt6 skoðanir

Viðtalið við Russell Brand, sem fer eins og eldur í sinu um Fésbókina þessa dagana, er hressandi. Þar fjallar hann hispurslaust mikilvæg mál eins og misskiptingu, spillingu og umhverfismál. Ég er sammála honum að kerfið er rotið og víða er illa farið með venjulegt fólk. Hjartanlega sammála! Niðurstaða hans er þó einfeldningsleg, ef ekki hættuleg. Í hnotskurn segir hann: „Ekki …

Helvítis fjórflokkurinn

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar5 skoðanir

Fólk er þreytt og pirrað. Ég skil það mjög vel. En ég er aðallega orðinn þreyttur á gagnslausri umræðu um stjórnmál og stjórnmálamenn. Það er sem dæmi vitagagnslaust að tala um „helvítis fjórflokkinn“ enda  er það kjaftæði að allir „gömlu“ stjórnmálaflokkarnir séu eins. Þannig er gríðarlega mikill munur á „vondu vinstristjórninni“ og þeirri „silfurskeiðastjórn“ sem nú stjórnar landinu. Ef fólk …

Mótmælum ójafnaðarstjórninni

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Sérhagsmunastefna ríkisstjórnarinnar hefur verið afhjúpuð. Eftir birtingu fjárlaga má öllum að vera það ljóst að stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins er fyrst og fremst stjórn hinna ríku. Stórfyrirtækjum, sérhagsmunaöflum og efnafólki er samviskusamlega hlíft á meðan ráðist er með grímulausum hætti að lág- og millitekjufólki með því að skera niður í almannaþjónustunni og hækka gjöld. Við þetta bætist að stjórnmálamenn í …