Ekki ríkisstjórninni að kenna

Samkvæmt útreikningum Alþýðusambandsins hefur kaupmáttur launa rýrnað um tæp 6% á síðustu fimm árum. Flestir finna fyrir því að þeir hafa minni pening á milli handanna. Ekki bara vegna skulda heldur vegna þess að almennar neysluvörur hafa hækkað meira en tekjur almennings. Við höfum flest í raun tekið á okkur launalækkun síðustu árin. Þetta er auðvitað vont, sérstaklega þegar fólk er vant því að hafa sífellt meiri pening á milli handanna. Ég vona að fólk átti sig samt á því að þetta er ekki núverandi ríkisstjórn að kenna.

Hér var í gangi bullandi bóluhagkerfi í boði flokka sem nú vilja ólmir komast aftur til valda og bæta fyrir „klúður“ vinstriflokkanna. Maður þarf ekki háskólagráðu í hagfræði til að átta sig á því að 90% íbúðarlán, vaxtaokur, einkavinavæðing bankanna, slakt eftirlit með bankakerfinu og almennt regluhatur er uppskrift að hruni. Það voru stjórnmálamenn sem í nafni frjálshyggju og  populisma komu okkur í þessi vandræði. Gleymum því ekki. (meira…)

Sókn gegn hægrivillum sjálfstæðismanna

Samband ungra sjálfstæðismanna birtir kostulega auglýsingu á Facebook síðu sinni um komandi málþing félagsins. Fyrirsögnin er „SÓKN GEGN SÓSÍALISMA“ og með fylgja myndir af sossunum í pólitík víðs vegar um heiminn. Þar á meðal eru Jóhanna, Steingrímur J., Ögmundur og Obama. Hvað getur maður sagt um þessa vitleysu? Margt.

1)      Ef Obama er sósíalisti þá er Ísland Norður Kórea. (meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka