Afnám verðtryggingar er barbabrella

Þessar hugleiðingar fóru í taugarnar á hagfræðingnum Ólafi Arnarssyni, sem mér skilst að sé einn stofnandi hópsins. Hann kallaði mig rassálf og spammara á meðan aðrir sökuðu mig um að styðja auðvaldið, að vera skuldlaus (sem hljómaði eins og glæpur) og að hafa hagnast á rányrkjunni. Varla þarf að taka fram að ég er saklaus af þessu öllu. Ólafur tók sig svo til og eyddi spurningu minni og þeirri umræðu sem hafði skapast um hana. Þetta kalla ég ritskoðun á háu stigi.

Ég hafði ekki rangt fyrir mér – Spuninn um Icesave

icesaveÞeir sem samþykktu síðustu Icesave samninga í þjóðaratkvæðagreiðslu höfðu ekki rangt fyrir sér. Í það minnsta ekki þeir sem samþykktu þá á svipuðum forsendum og sá sem þetta skrifar. Ég taldi einfaldlega að því fylgdi of mikil áhætta að hafna samningum. Ég óttaðist að staða Íslands gæti orðið verri. Ég var ekki 100% viss um að Ísland væri í lagalegum rétti (enginn var viss um það). Ég hlustaði og tók þátt í umræðum um þessa samninga og það var ljóst að enginn var alveg viss um hvaða afleiðingar það myndi hafa að hafna samningum.

Að auki fannst mér málflutningur nei sinna oft bera sömu einkenni á málflutningur svokallaðra útrásararvíkinga og klappliðs þeirra. Ísland var aftur best í heimi. Við vissum betur en allir aðrir og það sem meira er þá fannst mörgum úr nei fylkingunni í góðu lagi að taka gríðarlega áhættu með efnahagslega framtíð þjóðarinnar. „Þetta reddast“ var í raun sagt. Þetta reddast ef málið fer á versta veg. Umræðan var í raun hálf sturluð á köflum og ruglið kom úr öllum áttum. (meira…)

Icesave og sigur lýðræðisins?

icesaveMikið er ég nú ánægður með niðurstöðu EFTA í Icesave málinu hundleiðinlega. Ég er að sama skapi ekki alveg nógu ánægður með hvaða lærdóm margir ætla að draga af þessu máli. Sérstaklega tel ég fullyrðingar um að „lýðræðið hafi sigrað“ vera úr lausu lofti gripnar. Enginn gat vitað fyrirfram hvernig EFTA dómstóllinn myndi dæma í þessu máli. Hefði sú niðurstaða verið algjörlega fyrirsjáanleg hefði aldrei verið farið í mál. Hvað ef niðurstaða EFTA hefði verið önnur? Hefði „lýðræðið“ þá „tapað“?

Staðreyndin er sú að það voru mjög skiptar skoðanir um það hvort Ísland væri í rétti eða ekki. Þar að auki er alltaf óljóst hvernig viðkvæm mál fara fyrir dómstólum. Niðurstöður eru alltaf háðar túlkunum og jafnvel hinu pólitíska landslagi. Það voru og eru góð rök fyrir því að semja um mál sem þessi. Það voru og eru góð rök fyrir því að leyfa almenningi ekki að kjósa um fjárhagslegar skuldbindingar. (meira…)

Er hagfræði gervísindi?

PeningarÞað má færa ágæt rök fyrir því að hagfræði sé gervivísindi. Í það minnsta má segja að ríkjandi hagfræðimódel séu lítið annað en töfraþulur. Margt í okkar hagkerfi er svo flókið að færustu hagfræðingar virðast ekki geta spáð fyrir um framtíðina og tekið skynsamlegar ákvarðanir. Ágæt dæmi um þetta eru hagfræðingarnir Robert Merton og Myron Scholes sem fengu nóbelsverðlaun 1997 fyrir aðferðir sínar við að meta virði afleiðusamninga. Þessir snillingar, sem voru (og jafnvel eru) taldir vera með þeim færustu í heimi í hagfræðiæfingum, hafa stofnað fyrirtæki sem hafa tapað milljörðum dollara.

Af hverju? Vegna þess að meira að segja nóbelsverðlaunahafar í afleiðusamningum skilja ekki afleiðusamninga.

Fæstir af bestu stjörnuspekingum, ég meina hagfræðingum, heimsins spáðu fyrir um þá kreppu sem nú gengur yfir. Reyndar kepptust flestir við að fullyrða að kreppa sem þessi væri óhugsandi. (meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka