Apótekinu er skítsama um þig!

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Sala apóteka á kuklvörum ætti ekki að koma neinum á óvart enda hafa apótek selt kukl í mörg ár. Samkvæmt frétt RÚV líta apótekarar á það „alvarlegum augum að lyfsali hafi selt svonefnt nanóvatn í apóteki, ekkert leyfi var fyrir framleiðslunni.“ Enn fremur segir formaður lyfsalahóps Samtaka verslunar og þjónustu „það hafa komið sér mjög á óvart að apótek seldi …

Kjaftæðisvaktin: Hómópatía gegn inflúensu?

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar3 skoðanir

Inflúensan réðst inn á heimilið mitt í gær með nokkrum látum og ég ákvað því að fríska upp á þekkingu mína á bólusetningum og meðferð við þessari leiðindar veirusýkingu. Með hjálp dr. Google fann ég strax þessa fínu upplýsingasíðu hjá Landlækni en með sömu leit fann ég einnig upplýsingar á íslensku um hvernig hægt er að koma í veg fyrir/lækna/draga …

Skottulækningar í boði Reykjavíkurborgar?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég rakst á undarlega frétt á vefsíðu Reykjavíkurborgar: „Ókeypis Bowen meðferð í Vesturbæjarlaug“. Í fréttinni kemur fram að Halla Himintungl*, „menntaður Bowentæknifræðingur“, ætli að bjóða upp á ókeypis Bowen meðferð fyrir gesti Veturbæjarlaugar. Í ítarefni sem fylgir fréttinni segir svo að Bowen tækni „virki vel“ á fólk sem „þjáist af bakverkjum, brjósklosi, mígreni, hnémeiðslum, liðagigt, háls- og herðaverkjum, astma, kvíða, …

Detox læknar óttast að vera drepnir af lyfjafyrirtækjum

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Jónína Benediktsdóttir hefur loksins gefið trúanlega útskýringu á því hvers vegna ekki hafa verið birtar neinar fræðilegar rannsóknir um gagnsemi detox meðferðar. Ástæðan er ótti detoxlækna við útsendara lyfjafyrirtækja. „Pólsku læknarnir sem rannsaka detox hafa báðir sagt við mig að þær þori ekki að birta nokkuð um detoxið af ótta við að vera drepnar af lyfjafyrirtækjunum.“ [leturbreytingar SHG] –  Þetta …

Skipholtsapótek selur snákaolíu

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Skipholtsapótek auglýsir nú reglulega að það selji öll hómópatíulyf í sínum verslunum. Það hlýtur að teljast siðlaust þegar apótek ákveða að græða á „meðferð“ sem vitað er að er algerlega gagnslaus. Ég er afskaplega hræddur um að stór hluti viðskiptavina apóteka geri ráð fyrir því að „lyf“ sem seld eru í apótekum hafi raunverulega verkun. Að sama skapi er ég …

Vörumst skottulækningar

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur, ritar áhugaverða grein í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag þar sem hann gagnrýnir svokallaða „höfuðbeina – og spjaldhryggsjöfnun“ (H.S. jöfnun) sem hann segir réttilega vera skottulækningar. Það er því miður sjaldgæft að menntaðir heilbrigðisstarfsmenn gagnrýni „óhefðbundnar lækningar“ og því fagna ég framtaki Péturs. Sérstaklega í ljósi þess að fjölmiðlar leyfa sér nánast aldrei að fjalla gagnrýnið um óhefðbundnar meðferðir.

Opinberi meðferðarfulltrúinn Jesús

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Þessi grein var einnig birt í Fréttablaðinu 19. janúar 2007 Það virðist margt hafa verið athugavert við starfsemi Byrgisins sáluga. Fjölmiðlar hafa verið duglegir að benda á meinta fjármálaóreiðu og kynferðislega misnotkun sem auðvitað er viðurstyggileg. Færri hafa hins vegar bent á hversu óeðlilegt það er að ríkið ausi fjármunum í trúarlega meðferðarstarfsemi. Engum dettur í hug að leggja til …

Óhefðbundinn fréttaflutningur

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna eðlilegar og sjálfsagðar vinnureglur blaðamanna eru alltaf (eða oftast) hundsaðar þegar fjallað er um trúarbrögð, nýaldarspeki og óhefðbundnar lækningar. Í fréttum og Kastljósi í gær var fjallað um svokallaða Bowen tækni algerlega án nokkurrar gagnrýni. Blaðamannafélög hafa oftast skýrar reglur um það hvernig eigi að fjalla um mál. Þessar reglur eru meðal …