Alister McGrath og guðleysingjarnir

Umfjöllun í Lárétt eða lóðrétt á Rás 1

alister-mcgrathÍ dag var flutt viðtal við mig og Óla Gneista í útvarpsþætti Ævars Kjartanssonar Lárétt eða lóðrétt á Rás 1 (Hlusta á upptöku). Umfjöllunarefnið var hugmyndir guðfræðingsins Alister McGrath um trú og guðleysi. Ég kynnti mér nokkuð málflutning McGraths eftir að hann kom hingað til lands í byrjun september. McGrath hefur lagt mikla áherslu á að gagnrýna þá sem hann kallar „nýguðleysingja“ og eru það menn á borð við Richard Dawkins, Sam Harris, Christopher Hitchens o.f.l. Ég var nokkuð spenntur að kynna mér málflutning McGraths og miðað við umfjöllunina sem maðurinn fékk bjóst ég við að hann væri að með gagnlegar athugasemdir um guðleysi og skyldar stefnur. Hann virðist allavega í miklu uppáhaldi hjá mörgum trúmönnum hér á landi. Þannig sagði einn klerkur á netinu McGrath vera „magnaðan trúvarnarmann“.

Ég verð að viðurkenna að eftir að hafa kynnt mér málflutning hans varð ég fyrir töluverðum vonbrigðum. McGrath hefur ekkert nýtt eða sérstakt að segja um trú og trúleysi og satt best að segja finnst mér málflutningur hans stundum barnalegur og villandi. Ég er reyndar ansi hræddur um að ef hann reyndi að nota þau rök sem hann notar í heimspekiritgerð um trú og trúleysi fengi hann falleinkunn hjá flestum kennurum. (meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka