Má ég fá hjálp við að deyja? Hugleiðingar um líknardauða

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Í stuttu máli er niðurstaða mín sú að lögleiðing líknardráps með skýrum skilyrðum ætti ekki að vera íþyngjandi fyrir aðra og hægt er að haga málum þannig að litlar líkur séu á misnotkun. Skýr lög myndu ekki hafa nein bein áhrif á þá sem eru, af trúarlegum eða siðferðilegum forsendum, á móti líknardauða.

Með því að bjóða upp á líknardauða með skýrum skilyrðum er verið að bjóða upp á mannúðlegan valkost fyrir þá sem kjósa af yfirlögðu ráði að deyja með reisn og á eigin forsendum.

Eru flokkspólitískir þrælar að drepa rökræðulistina?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Er rökræðulistin að deyja út á Íslandi eða hefur hún kannski aldrei verið áberandi á þessu skeri? Málsmetandi fólk ræðir mikilvæg mál með stælum, hroka og uppnefningum. Allt of margir neita að færa, eða geta ekki fært, málefnaleg rök fyrir skoðun sinni en ráðast þess í stað á viðmælandann. Sjálfur fell ég of oft í þessa gryfju en reyni þó …

Ég trúi!

Ragnheiður Lára GuðrúnardóttirGreinar

  „sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá“ 14 ár eru frá því að ég ritaði þessi orð í sálmabókina sem ég fékk í tilefni fermingar minnar. Ég var mjög trúaður unglingur í þrjá mánuði eða allt frá því að tilboð á skartgripum og græjum fyrir fermingabörn ómuðu á bylgjum ljósvakans og þar til síðustu fermingapeningunum hafði verið eytt í …

Í hafsjó stjarna er það myrkrið sem ræður ríkjum – Hugsanatilraun

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Hvaða undur myndi manneskja líklegast sjá ef hún gæti ferðast algjörlega tilviljunarkennt um alheiminn? Svarið kann að koma á óvart! Inngangur: Um mikilfengleika alheimsins Á heiðskírri nóttu er tilvalið að horfa til himins, skoða stjörnurnar og velta fyrir sér stöðu sinni í tilverunni. Ef maður leyfir huganum að flæða getur það reynst mögnuð andleg upplifun. Frá Jörðinni getur einn einstaklingur …

Opinber starfsmaður bendlar trúleysingja við ógnarstjórn Stalíns

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Fyrir nokkrum klukkutímum loguðu netheimar af því að þáttastjórnandi í íþróttaþætti lét eftirfarandi ógætilegu orð falla í beinni útsendingu: „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 – að slátra Austurríkismönnum“. Þáttastjórnandinn baðst afsökunnar nokkrum mínútum síðar og virtist átta sig á því að svona ætti alls ekki að tala. Engu að síður eru margir enn ósáttir við að …

Mikilvægi veraldlegra athafna Siðmenntar

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Siðmennt í dag er metþátttaka í borgaralegri fermingu. Þrjúhundruð börn munu fermast hjá Siðmennt árið 2014. Fjöldi fermingarbarna hefur tvöfaldast á fimm árum og þrefaldast á tíu árum. Á sama tíma hefur eftirspurn eftir veraldlegum útförum, giftingum og nafngjöfum aukist mikið. Aukin eftirspurn eftir faglegum veraldlegum athöfnum við helstu tímamót lífsins sýnir hversu …

Brynjar Níelsson svarar strámanni

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Kæri Brynjar. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir að gefa þér tíma til svara bréfinu sem ég sendi þér í fyrradag um veraldlegt samfélag. Að því sögðu þá er ljóst að þú ert alls ekki að svara mér heldur einhverjum tilbúnum strámanni. Bréf mitt var tiltölulega skýrt og innihélt einfaldar spurningar. Í staðinn fyrir að svara spurningum …

Bréf til Brynjars Níelssonar um veraldlegt samfélag

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Kæri Fésbókarvinur, Brynjar Níelsson Eftir að hafa lesið hugvekju sem þú fluttir í Seltjarnarneskirkju á fyrsta degi ársins 2014 efast ég stórlega um að þú skiljir hugtök á borð við trúfrelsi, veraldlegt samfélag og gagnrýni. Kannski ertu bara að tala gegn betri vitund. Hvað veit ég? Hverjar sem ástæðurnar fyrir málflutningi þínum eru þá hef ég áhyggjur af honum. Ég er …