Réttlæti og refsing

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Frá árinu 2000 hefur dauðarefsingum verið beitt gegn barnungum afbrotamönnum í aðeins fimm löndum í heiminum. Bandarísk dómsvöld hafa verið duglegust við að dæma börn til dauða, en í landi frelsis og trúfestu hafa alls níu einstaklingar verið aflífaðir á þessari öld fyrir afbrot sem þeir frömdu á barnsaldri. Hin löndin, sem Bandaríkin virðast bera sig saman við, Kína, Kongó, …

Fórnarlömb hinna viljugu

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég hvet Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson og aðra þá sem bera ábyrgð á því að Íslendingar studdu stríðið í Írak til að kíkja á áður óbirtar myndir af þeim hörmungum sem almenningur í Írak hefur þurft að þola síðan stríðið hófst. Stríð er helvíti og menn ættu aldrei að styðja árásarstríð nema það sé algerlega nauðsynlegt. Fyrir stuttu var áætlað …

Bush sigraði Bandaríkin, Kerry sigraði heiminn

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Í könnun (Global Public Opinion on the US Presidential Election) sem framkvæmd var í 35 löndum kom í ljós að yfirgnæfandi meirihluti heimsbyggðarinnar hefði viljað sjá Kerry sem forseta Bandaríkjanna frekar en stríðsherrann Bush. Í 30 af 35 löndum var Kerry með mun meiri stuðning. Bush var vinsælli í þrem löndum: Póllandi, Nígeríu og Filippseyjum. Íbúar heimsins fengu hins vegar …

Til hamingju…

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Bókstafstrúarmenn, stríðsherrar, hommahatarar og íhaldsfrjálshyggjumenn fagna nú sigri þegar George W. Bush hefur verið endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. Ég óska þeim til hamingju. Um leið finn ég til með þeim góðu Bandaríkjamönnum sem berjast fyrir félagslegu réttlæti, breyttri utanríkisstefnu, ábyrgri efnahagsstefnu, hófsemi og trúfrelsi. Ég finn til með borgurum heimsins sem ég óttast að verði frekar fyrir barðinu á heimsvaldastefnu Bandaríkjastjórnar. …

Áhugaverð kvikmyndahátíð

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég á til með að mæla með nokkrum pólitískum heimildarmyndum sem sýndar eru í Háskólabíói þessa dagana. Þetta eru myndirnar Outfoxed: Rupert Murdoch’s War on Journalism, The Corporation, The Yes Men og Bush’s Brain. Outfoxed og The Corporation eru áhugaverðastar enda báðar mjög vandaðar myndir. Outfoxed fjallar um “sanngjörnu og hlutlausu “fréttastöðina”” Fox, sem er hvorki sanngjörn né hlutlaus, og …

Afgerandi sigur Kerrys

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Jón Ormur Halldórsson skrifaði ágæta grein í Fréttablaðið í gær þar sem rakti muninn á John Kerry og George W. Bush. Munurinn er í raun afskaplega lítill. Ef Kerry og Bush væru evrópskir stjórnmálamenn þá væru þeir líklegast í sama flokki, langt hægra megin við helstu hægriflokka Evrópu. Það breytir því ekki að í augum frjálslyndra eru skoðanir Kerrys þó …

Fahrenheit 9/11

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Nýjasta mynd Michael Moore, Fahrenheit 911 (F9/11), hefur fengið verðskuldaða athygli í Bandaríkjunum. Enda fjallar hún á beittan hátt um George Bush Bandaríkjaforseta og tengsl hans, og bandarískra stjórnvalda, við fjársterk fyrirtæki, fjölmiðla, vopnaframleiðendur, olíuiðnaðinn, einræðisherra og eftirlýsta hryðjuverkamenn svo eitthvað sé nefnt. Þessi gagnrýni fer afskaplega illa fyrir brjóstið á Repúblíkönum um allan heim, þar á meðal íslenskum. En …

Frelsi óttans

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Það er langt síðan vesturlandabúum hefur stafað eins mikil ógn af yfirgangi yfirvalda og einmitt nú. Í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 hefur Bandaríkjastjórn, undir stjórn George W. Bush, tekist að skerða frelsi almennings verulega. Ágætt dæmi um þetta eru föðurlandslögin svokölluðu (Patriot acts), sem sett voru á til að vernda frelsi Bandaríkjamanna, en þau eru ein alvarlegasta árás sem …