Ræða á stofnfundi Aðstandendafélags aldraðra (AFA)

Sunnudaginn 26. mars 2006

Kæru fundargestir

Ég vil byrja á að þakka fyrir þennan fund og lýsa yfir ánægju minni með að nú sé búið að stofna Aðstandendafélag aldraðra. Það var kominn tími til!

Það er einlæg von mín að með þessum fundi verði til hreyfing sem muni vekja athygli á aðstæðum aldraðra og að um leið verði til öflugur þrýstihópur sem muni hvetja stjórnvöld áfram við að tryggja öldruðum sem áhyggjuminnst og ekki síst skemmtilegt ævikvöld. Við eigum auðvitað öll að hlakka til ellinnar ekki kvíða henni.

(meira…)

Nokkur rök fyrir frjálslyndum lögum um fóstureyðingar

fósturÁhugaverð umræða hefur verið á nokkrum íslenskum vefritum síðustu daga um fóstureyðingar. Ungir frjálshyggjumenn á www.uf.is hafa tekið upp stefnu bandarískra repúblíkana og vilja banna fóstureyðingar í nánast öllum tilfellum (undantekningin er þegar heilsa móður er í hættu). Hægri sinnaðar vinkonur þeirra á www.tikin.is eru öldungis ósammála og vilja leyfa fóstureyðingar. Miklar tilfinningar eru í þessum pistlum en minna fer fyrir rökum um þetta viðkvæma mál. Hér eru því nokkur almenn rök fyrir því hvers vegna rétt er að tryggja rétt kvenna til fóstureyðinga og hvernig.

(meira…)

Lögleiðing líknardráps er mannúðarmál

Tekið var viðtal við Matthías Halldórsson, aðstoðarlandlækni, í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann lýsti því yfir að það væri fráleitt að leyfa líknardráp hér á landi. Ástæðurnar sem hann nefndi voru tvær. Fyrri ástæðan sem hann nefndi var “siðferðisleg” og gaf hann þannig í skyn að líknardráp væri í eðli sínu siðlaus verknaður. Þetta er rangt eins og ég vil rökstyðja stuttlega í þessari grein. Seinni ástæðan sem Matthías nefndi (og kannski tengd “siðferðis”ástæðunni) var að “læknar á Íslandi vilja ekki leika Guð almáttugan og ákveða dauðastundina”. Þessi orð frá aðstoðarlandlækni komu mér á óvart í ljósi þess að læknar vinna við það alla daga að hafa áhrif á dauðstund sjúklinga sinna.

(meira…)

Meira um fóstureyðingar

Sævar bendir réttilega á að það er munur á sæði og eggi annars vegar og okfrumu (það sem verður til þegar egg og sæðisfruma sameinast, semsagt fyrsta stig fósturs) hins vegar. Hvorki sæði né egg geta ein og sér orðið að manneskju á meðan okfruma getur það. Rök mín gengu hins vegar ekki út á þetta. Ég tel fóstureyðingar réttlætanlegar svo lengi sem virkur taugavefur hefur ekki myndast. Eins og ég benti á um daginn þá er mannslíf ekki skilgreint sem ,,eitthvað sem lítur út eins og maður“. Heiladauð manneskja er því ekki lifandi í neinum venjulegum skilningi þess orðs. Getan til þess að hugsa, skynja og vera meðvitaður um sjálfan sig og umhverfi sitt eru einkennandi fyrir mannslíf. Fóstur á fyrstu stigum meðgöngu hefur ekkert þessara einkenna.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka