Málefni aldraðra enn í fjölmiðlum

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Það er gaman að verða vitni að áhuga fjölmiðla síðustu daga á því að fjalla um málefni aldraðra. Áberandi er hversu mikið NFS og aðrir 365 miðlar hafa fjallað um þessi mál. Ég þakka umræddum fjölmiðlum fyrir að sýna þessu mikilvæga máli áhuga. Hér fyrir neðan eru tenglar á þær fréttir sem ég hef fundið á netinu. [síðast uppfært 4. …

Búsetumál aldraðra til umfjöllunar

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ágætis umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum um búsetumál aldraðra í kjölfar þess að greinin mín (Eiga amma og afi þetta skilið?) var birt í Morgunblaðinu síðastliðinn mánudag. Hér fyrir neðan eru vísanir í þessa umræðu í fjölmiðlum. Fjallað um ömmu og afa á fréttavakt NFS – 23. febrúar (Hallgrímur Thorsteinsson tekur viðtal við ömmu, afa og pabba, sem stóðu sig …

Eiga amma og afi þetta skilið?

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Þessi grein var send Morgunblaðinu til birtingar 15. janúar síðastliðinn og var birt í dag. Ég skrifa þessa grein sem áhugamaður um bætt samfélag, réttlæti og síðast en ekki síst sem barnabarn. Ég vil með þessum skrifum vekja yfirvöld til umhugsunar um stöðu þess fólks sem hefur með vinnu sinni og ómældum fórnum skapað það samfélag allsnægta sem við hin, …

Er yfirvöldum sama um gamla fólkið?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ásta Ragnheiður, þingmaður Samfylkingar, hefur verið dugleg að benda á hrikalegar aðstæður eldra fólks hér á höfuðborgarsvæðinu. Um 450 aldraðir einstaklingar eru í mikilli þörf fyrir hjúkrunarvist og búa nú við ömurlegar aðstæður. Sumir hafa þurft að búa á sjúkrahúsum í meira en heilt ár! Ég þekki þetta mál af eigin raun enda búa amma mín og afi í föðurætt …

Lögleiðing líknardráps er mannúðarmál

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Tekið var viðtal við Matthías Halldórsson, aðstoðarlandlækni, í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann lýsti því yfir að það væri fráleitt að leyfa líknardráp hér á landi. Ástæðurnar sem hann nefndi voru tvær. Fyrri ástæðan sem hann nefndi var “siðferðisleg” og gaf hann þannig í skyn að líknardráp væri í eðli sínu siðlaus verknaður. Þetta er rangt eins …

Meira um fóstureyðingar

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Sævar bendir réttilega á að það er munur á sæði og eggi annars vegar og okfrumu (það sem verður til þegar egg og sæðisfruma sameinast, semsagt fyrsta stig fósturs) hins vegar. Hvorki sæði né egg geta ein og sér orðið að manneskju á meðan okfruma getur það. Rök mín gengu hins vegar ekki út á þetta. Ég tel fóstureyðingar réttlætanlegar …

Fóstureyðingar

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Frjálshyggjumenn á vefnum standa nú í áhugaverðum rökræðum um hvort leyfa eigi fóstureyðingar eða ekki. Eins og oft virðist eiga við um frjálshyggjumenn ráða öfgasjónarmið ferðum. Björgvin Guðmundsson, formaður Heimdallar, telur fóstureyðingar alltaf réttlætanlegar enda getur fóstur ómögulega lifað sjálfstæðu lífi án móður. Því telur Björgvin að fóstrið eigi ekki sjálfstæðan rétt til lífs. Lýður Þór er ósammála foringja sínum …

Frelsi til lífs

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Í pistli mínum í dag langar mig til þess að fjalla örlítið um fóstureyðingar. Tilefnið er málflutningur ,,Frelsarans“ á Frelsi.is, opinberri vefsíðu Heimdallar, síðastliðinn mánudag. Þar segir ,,Frelsarinn“ að það sé alltaf fullkomlega réttlætanlegt að eyða fóstri allan meðgöngutímann. Forsendur ,,Frelsarans“ fyrir þessari öfgafullu niðurstöðu eru allar rangar og leyfi ég mér því að gera alvarlegar athugasemdir við slíkan málflutning. …