Karlmaður í kvennastétt?

Eins og aðrir fékk ég þessa spurningu og svaraði að bragði “Ja, ég er nýbyrjaður að læra iðjuþjálfun”. Þetta svar mitt vakti óvænta lukku og þegar hlátrinum loksins lynnti hélt spyrjandi áfram: “...góður þessi. Nei svona í alvöru talað hvað ertu að læra?...”.

Ræða á stofnfundi Aðstandendafélags aldraðra (AFA)

Sunnudaginn 26. mars 2006

Kæru fundargestir

Ég vil byrja á að þakka fyrir þennan fund og lýsa yfir ánægju minni með að nú sé búið að stofna Aðstandendafélag aldraðra. Það var kominn tími til!

Það er einlæg von mín að með þessum fundi verði til hreyfing sem muni vekja athygli á aðstæðum aldraðra og að um leið verði til öflugur þrýstihópur sem muni hvetja stjórnvöld áfram við að tryggja öldruðum sem áhyggjuminnst og ekki síst skemmtilegt ævikvöld. Við eigum auðvitað öll að hlakka til ellinnar ekki kvíða henni.

(meira…)

Nokkur rök fyrir frjálslyndum lögum um fóstureyðingar

fósturÁhugaverð umræða hefur verið á nokkrum íslenskum vefritum síðustu daga um fóstureyðingar. Ungir frjálshyggjumenn á www.uf.is hafa tekið upp stefnu bandarískra repúblíkana og vilja banna fóstureyðingar í nánast öllum tilfellum (undantekningin er þegar heilsa móður er í hættu). Hægri sinnaðar vinkonur þeirra á www.tikin.is eru öldungis ósammála og vilja leyfa fóstureyðingar. Miklar tilfinningar eru í þessum pistlum en minna fer fyrir rökum um þetta viðkvæma mál. Hér eru því nokkur almenn rök fyrir því hvers vegna rétt er að tryggja rétt kvenna til fóstureyðinga og hvernig.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka