Á fólk að „gefa“ Landspítalanum skuldalækkun sína?

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar1 skoðun

Nú er verið að skora á einstaklinga sem þurfa ekki á neinni „skuldaleiðréttingu“ að halda en fá hana samt til að „gefa“ Landspítalanum leiðréttinguna. Vissulega falleg hugsun en er því miður ekkert annað en brjáluð meðvirkni með kerfinu (rétt eins og hugmyndin um Læknavísindakirkjuna forðum). Hvað næst? Á að biðja fólk að safna saman peningum sem það fær úr öllum …

Frjálslyndur afturhaldsseggur fjallar um áfengi í kjörbúðum

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar9 skoðanir

Ég drekk áfengi og finnst það oft gott. Ég er hlynntur lögleiðingu flestra (ef ekki allra) vímuefna, þó ég neyti þeirra ekki sjálfur, af því ég tel bannstefnuna í senn mannskemmandi  og vita gagnslausa (Sjá: Fíkniefnastríðið er tapað – skaðaminnkun er málið). Samt er ég ekki á því að það sé frábær og gallalaus hugmynd að leyfa sölu áfengis í …

Geðsjúkt heilbrigðiskerfi

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Í dag, 10. september, er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna. Af því tilefni vil ég biðja ykkur að velta eftirfarandi staðreyndum fyrir ykkur: Árlega eru rúmlega hundrað einstaklingar lagðir inn á sjúkrahús vegna sjálfskaða. Um 30 til 40 einstaklingar svipta sig lífi á hverju ári (4-5 sinnum fleiri en deyja i umferðarslysum). Þunglyndi og kvíði eru helstu orsakir sjálfsvíga. Alvarlegt þunglyndi leggst á um 25% …

Vísindi og kukl

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar2 skoðanir

Svanur Sigurbjörnsson, læknir, birti ágætan fyrirlestur sinn um hjávísindi í heilbrigðisþjónustu hér á Skoðun fyrir nokkrum dögum. Eins og alltaf bregðast einhverjir illa við og benda á að læknar og lyfjafyrirtæki geti líka haft rangt fyrir sér og að sum úrræði læknavísindana virki ekki heldur (sjá t.d. pistil Hörpu Hreinsdóttur). Það er í sjálfu sér rétt. Þekking okkar á orsökum …

Ekkert mál að lækna Landspítalann

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Mikið er fjallað um slæma stöðu Landspítalans. Sagt er að „allir“ hafi skilning á ástandinu og vilji forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins. Það er lygi, eins og er augljóst ef maður les fjárlagafrumvarpið eða hlustar á suma fulltrúa stjórnarflokkanna. Það sorglega við þessa stöðu er að það er ekkert mál að lækna Landspítalann. Þetta eru engin geimvísindi. Ef það er hægt …

Að gefa líffæri eins og varahluti – hugleiðing um staðgöngumæðrun

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar32 skoðanir

Ríkisstjórnin ætlar að leggja fram frumvarp í vetur sem heimilar staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Ég fagna því og tel mikilvægt að fram fari málefnaleg umræða um málið. Eins og flestum er ljóst vekur staðgöngumæðrun upp fjölmargar siðferðisspurningar. Þessum siðferðisspurningum þarf að svara yfirvegað og fordómalaust. Ekki er umræðan um viðkvæm mál alltaf mjög gagnleg eins og sést á femínska vefnum knuz.is. …

Viltu eina strætóferð eða betri Landspítala?

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar1 skoðun

Ávinningur fólks af skattalækkunum Silfurskeiðabandalagsins er misjafn. Samkvæmt opinberum tölum og fréttum er tekjulægsti hópurinn að „græða“ 372 krónur á mánuði á meðan sá tekjuhæsti (sem fær lækkun að þessu sinni) að „græða“ tæpar 4000 krónur á mánuði. Þessi skattalækkun kostar víst um fimm milljarða króna bara á næsta ári. Þegar stjórnmálamenn segja að ekki séu til peningar til að …

Mótmælum ójafnaðarstjórninni

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Sérhagsmunastefna ríkisstjórnarinnar hefur verið afhjúpuð. Eftir birtingu fjárlaga má öllum að vera það ljóst að stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins er fyrst og fremst stjórn hinna ríku. Stórfyrirtækjum, sérhagsmunaöflum og efnafólki er samviskusamlega hlíft á meðan ráðist er með grímulausum hætti að lág- og millitekjufólki með því að skera niður í almannaþjónustunni og hækka gjöld. Við þetta bætist að stjórnmálamenn í …