Það er ekki það sama Jón og séra Örn Bárður Jónsson

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Starfsmaður á leikskóla sem skrifaði í hálfkæringi á Facebook síðu sína að hann vildi kyrkja barn var umsvifalaust rekinn. Sviðsstjóri hjá Eflingu segir uppsagnir vegna slíkra ummæla vera algengar.  Aðallega er það fólk sem sinnir börnum og öldruðum sem fær að fjúka fyrir ósæmileg ummæli um skjólstæðinga sína. Þegar slík orð eru látin falla er erfitt að „grípa til varna“ …

Óskaði formaður Flokksins eftir ritskoðun?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Nú hefur Hreinn Loftsson, sem er aðaleigandi DV, fullyrt í eigin fjölmiðli að Bjarni Ben, formaður Flokksins, hafi óskað eftir ritskoðun um mál sem tengjast honum. Bjarni neitar þessu eins og búast mátti við. Hann viðurkennir þó að hafa hringt í eiganda DV til að kvarta yfir blaðamanni blaðsins. Þar sem Bjarni á að vita að eigendur eiga ekki að …

Detox læknar óttast að vera drepnir af lyfjafyrirtækjum

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Jónína Benediktsdóttir hefur loksins gefið trúanlega útskýringu á því hvers vegna ekki hafa verið birtar neinar fræðilegar rannsóknir um gagnsemi detox meðferðar. Ástæðan er ótti detoxlækna við útsendara lyfjafyrirtækja. „Pólsku læknarnir sem rannsaka detox hafa báðir sagt við mig að þær þori ekki að birta nokkuð um detoxið af ótta við að vera drepnar af lyfjafyrirtækjunum.“ [leturbreytingar SHG] –  Þetta …

Handbolti er undarleg íþrótt

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Fyrir nokkrum árum datt ég inn á sjónvarpsþátt sem kallaðist að mig minnir Weird sports. Þar var fjallað um undarlegar íþróttir eins og kanínuhlaup, froskafitness og auðvitað handbolta. Ég man að þáttastjórnandinn átti varla orð yfir hvað handbolti væri undarleg íþrótt og talaði greinilega þannig að hann var viss um að enginn sinna áhorfenda hefði áður heyrt um þennan stórfurðulega …

Rush Limbaugh is a Big, Fat Idiot

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Eftir: Al Franken Umfjöllun: Rush Limbaugh is a Big, Fat Idiot er einhver fyndnasta bók sem ég hef lesið um ævina. Í henni tekur Al Franken, vinstrisinnaður Demókrati sem er einna þekktastur fyrir að hafa verið hluti af Saturday Night Live genginu um tíma, bandaríska hægrimenn fyrir og gerir stanslaust grín að þeim. Meðal þeirra sem fá að finna fyrir …

Kannski er kattargreyið með smitandi sjúkdóm?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Á Eyjunni.is er vitnað í frétt um kött sem að „veit“ hvenær fólk á hjúkrunarheimili mun deyja. „Ef hann hjúfrar sig við rúm sjúklings á hjúkrunarheimilinu þar sem hann hefur búið síðan hann var kettlingur er sá sjúklingur venjulega dáinn innan fjögurra klukkutíma.” Væri ekki skynsamlegra að fjarlægja kvikindið af hjúkrunarheimilinu en að dást að meintum skyggnigáfum hans? Kattargreyið þjáist …

Hvar eru vopnin?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Þessi vefsíða er nauðsynlegt leitartæki fyrir herskáa snillinga á borð við Bush, Rumsfeld og íslensku vini þeirra og aðdáendur þá Bjössa og Dabba, sem eru að leita að gjöreyðingavopnum í Írak. Hins vegar hefur verið sagt að hér sé hægt að finna sannleikan um George Bush Bandaríkjaforseta og stefnu hans. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.