Óskaði formaður Flokksins eftir ritskoðun?

bjarni_ben

Nú hefur Hreinn Loftsson, sem er aðaleigandi DV, fullyrt í eigin fjölmiðli að Bjarni Ben, formaður Flokksins, hafi óskað eftir ritskoðun um mál sem tengjast honum. Bjarni neitar þessu eins og búast mátti við. Hann viðurkennir þó að hafa hringt í eiganda DV til að kvarta yfir blaðamanni blaðsins.

Þar sem Bjarni á að vita að eigendur eiga ekki að skipta sér af ritstjórnum eigin fjölmiðla verður símtal hans eigandans að teljast ansi taktlaust. Algerlega óháð því hvort hann bað formlega um ritskoðun eða ekki.

Hvað ef símtalið hefði þróast eins og neðangreint samtal? Hefði Bjarni sagt nei hefði Hreinn boðist til að hafa áhrif á fréttaflutning DV?

Áður óbirt (og skáldað) samtal Bjarna Ben og Hreins Loftssonar: (meira…)

Detox læknar óttast að vera drepnir af lyfjafyrirtækjum

Jónína Benediktsdóttir hefur loksins gefið trúanlega útskýringu á því hvers vegna ekki hafa verið birtar neinar fræðilegar rannsóknir um gagnsemi detox meðferðar. Ástæðan er ótti detoxlækna við útsendara lyfjafyrirtækja.

„Pólsku læknarnir sem rannsaka detox hafa báðir sagt við mig að þær þori ekki að birta nokkuð um detoxið af ótta við að vera drepnar af lyfjafyrirtækjunum.“ [leturbreytingar SHG] –  Þetta segir Jónína Ben í faglegri umræðu um detox á netinu (en ekki hvar?). (meira…)

Kannski er kattargreyið með smitandi sjúkdóm?

Á Eyjunni.is er vitnað í frétt um kött sem að „veit“ hvenær fólk á hjúkrunarheimili mun deyja.

„Ef hann hjúfrar sig við rúm sjúklings á hjúkrunarheimilinu þar sem hann hefur búið síðan hann var kettlingur er sá sjúklingur venjulega dáinn innan fjögurra klukkutíma.”

Væri ekki skynsamlegra að fjarlægja kvikindið af hjúkrunarheimilinu en að dást að meintum skyggnigáfum hans? Kattargreyið þjáist örugglega af bráðsmitandi sjúkdómi.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka