Óhefðbundinn fréttaflutningur
Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna eðlilegar og sjálfsagðar vinnureglur blaðamanna eru alltaf (eða oftast) hundsaðar þegar fjallað er um trúarbrögð, nýaldarspeki og óhefðbundnar lækningar. Í fréttum og Kastljósi í gær var fjallað um svokallaða Bowen tækni algerlega án nokkurrar gagnrýni.
Blaðamannafélög hafa oftast skýrar reglur um það hvernig eigi að fjalla um mál. Þessar reglur eru meðal annars þær að blaðmenn eigi að:
1. leita sannleikans og skýra frá honum.
2. forðast að valda óþarfa sársauka.
3. vera óháðir og forðast hagsmunaárekstra.
4. vera ábyrgir gagnvart lesendum, áhorfendum og hverjum öðrum.