Ó nei, tunglið er fullt!

Verður fullt tungl þessa helgi? Ef marka má fréttastofu Stöðvar 2 ætti fólk að fylgjast vel með stöðu tunglsins áður en það hættir sér út á lífið um helgina. Í umfjöllun stöðvarinnar um þjóðhátíð í Eyjum sagði orðrétt: “Metfjöldi fíkniefnamála var upplýstur á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þrjár líkamsárásir voru kærðar og ein nauðgun tilkynnt neyðarmóttöku. Tungl var fullt í gær og fangageymslur fullar, en þjóðhátíðin þykir samt sem áður hafa farið vel fram.”

(meira…)

Nýöldin á Stöð 2 – Ábyrgð fjölmiðlamanna

Þáttastjórnendur Íslands í dag á Stöð 2 virðast hafa sérstakan áhuga á dulrænum málefnum. Áhugi þeirra er svo sem skiljanlegur en það sem er gagnrýnivert er gagnrýnisleysið sem einkennir umfjöllunina. Í gærkvöldi var tekið viðtal við svokallaðan lithimnufræðing sem segist geta lesið sér til um líkamleg og persónuleg einkenni fólks með því að skoða í augu þess.

(meira…)

Andaheimar og vilji Guðs

Einvígið milli Gunnars í Krossinum og Þórhalls „miðils“ í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær var áhugavert. Fréttamennska stjórnenda þáttarins var stórkostleg enda voru þeir gjörsamlega gagnrýnislausir. Umræðan snérist fyrst og fremst um það hvor þeirra hefði rétt fyrir sér. Engum datt í hug að velta þeim möguleika upp að hvorugur þeirra hefði rétt fyrir sér. Það var gefið fyrirfram að til væri líf eftir dauðann.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka