Ó nei, tunglið er fullt!

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Verður fullt tungl þessa helgi? Ef marka má fréttastofu Stöðvar 2 ætti fólk að fylgjast vel með stöðu tunglsins áður en það hættir sér út á lífið um helgina. Í umfjöllun stöðvarinnar um þjóðhátíð í Eyjum sagði orðrétt: “Metfjöldi fíkniefnamála var upplýstur á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þrjár líkamsárásir voru kærðar og ein nauðgun tilkynnt neyðarmóttöku. Tungl var fullt í gær …

Nýöldin á Stöð 2 – Ábyrgð fjölmiðlamanna

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Þáttastjórnendur Íslands í dag á Stöð 2 virðast hafa sérstakan áhuga á dulrænum málefnum. Áhugi þeirra er svo sem skiljanlegur en það sem er gagnrýnivert er gagnrýnisleysið sem einkennir umfjöllunina. Í gærkvöldi var tekið viðtal við svokallaðan lithimnufræðing sem segist geta lesið sér til um líkamleg og persónuleg einkenni fólks með því að skoða í augu þess.

Andaheimar og vilji Guðs

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Einvígið milli Gunnars í Krossinum og Þórhalls „miðils“ í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær var áhugavert. Fréttamennska stjórnenda þáttarins var stórkostleg enda voru þeir gjörsamlega gagnrýnislausir. Umræðan snérist fyrst og fremst um það hvor þeirra hefði rétt fyrir sér. Engum datt í hug að velta þeim möguleika upp að hvorugur þeirra hefði rétt fyrir sér. Það var …

Skilaboð að handan

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Mamma hringdi í mig upp í vinnu í dag og virtist í nokkru uppnámi. Þegar ég spurði hana hvað væri að sagði hún mér að frænka okkar hefði komið í heimsókn með mjög mikilvæg skilaboð. Skilaboð að handan! Mamma tjáði mér að frænka hefði verið á miðilsfundi og miðilinn hefði skipað henni að fara rakleiðis í heimsókn til okkar, því …