The Demon-Haunted World

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

The Demon-Haunted World – Science as a Candle in the Dark Eftir: Carl Sagan Umfjöllun: Í The Demon-Haunted World fjallar Sagan um gildi gagnrýnnar hugsunar og skaðsemi þess að trúa einhverju í blindni. Sagan hrekur listilega vel hér ýmsar kenningar sem byggja á rökleysu og trú. Þessi bók ætti að vera skyldulesning í skólum. Nokkrar skemmtilegar (eða öllu heldur skelfilegar) …

Skipholtsapótek selur snákaolíu

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Skipholtsapótek auglýsir nú reglulega að það selji öll hómópatíulyf í sínum verslunum. Það hlýtur að teljast siðlaust þegar apótek ákveða að græða á „meðferð“ sem vitað er að er algerlega gagnslaus. Ég er afskaplega hræddur um að stór hluti viðskiptavina apóteka geri ráð fyrir því að „lyf“ sem seld eru í apótekum hafi raunverulega verkun. Að sama skapi er ég …

Vörumst skottulækningar

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur, ritar áhugaverða grein í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag þar sem hann gagnrýnir svokallaða „höfuðbeina – og spjaldhryggsjöfnun“ (H.S. jöfnun) sem hann segir réttilega vera skottulækningar. Það er því miður sjaldgæft að menntaðir heilbrigðisstarfsmenn gagnrýni „óhefðbundnar lækningar“ og því fagna ég framtaki Péturs. Sérstaklega í ljósi þess að fjölmiðlar leyfa sér nánast aldrei að fjalla gagnrýnið um óhefðbundnar meðferðir.

Kannski er kattargreyið með smitandi sjúkdóm?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Á Eyjunni.is er vitnað í frétt um kött sem að „veit“ hvenær fólk á hjúkrunarheimili mun deyja. „Ef hann hjúfrar sig við rúm sjúklings á hjúkrunarheimilinu þar sem hann hefur búið síðan hann var kettlingur er sá sjúklingur venjulega dáinn innan fjögurra klukkutíma.” Væri ekki skynsamlegra að fjarlægja kvikindið af hjúkrunarheimilinu en að dást að meintum skyggnigáfum hans? Kattargreyið þjáist …

Trúir þú á engla?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Þessi dásamlega frétt birtist á Vísir.is í dag. Hreint mögnuð fréttamennska: „Norska prinsessan Marta Lovísa tilkynnti í dag að hún sé skyggn og að hún ætli sér að hjálpa fólki að tala við engla. Marta Lovísa, sem er 35 ára, er menntaður sjúkraþjálfari. […] Sérfræðingar í þessum málum segja að samkvæmt Biblíunni séu feyknin [sic] öll af englum á jörðinni …

Opinberi meðferðarfulltrúinn Jesús

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Þessi grein var einnig birt í Fréttablaðinu 19. janúar 2007 Það virðist margt hafa verið athugavert við starfsemi Byrgisins sáluga. Fjölmiðlar hafa verið duglegir að benda á meinta fjármálaóreiðu og kynferðislega misnotkun sem auðvitað er viðurstyggileg. Færri hafa hins vegar bent á hversu óeðlilegt það er að ríkið ausi fjármunum í trúarlega meðferðarstarfsemi. Engum dettur í hug að leggja til …

Óhefðbundinn fréttaflutningur

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna eðlilegar og sjálfsagðar vinnureglur blaðamanna eru alltaf (eða oftast) hundsaðar þegar fjallað er um trúarbrögð, nýaldarspeki og óhefðbundnar lækningar. Í fréttum og Kastljósi í gær var fjallað um svokallaða Bowen tækni algerlega án nokkurrar gagnrýni. Blaðamannafélög hafa oftast skýrar reglur um það hvernig eigi að fjalla um mál. Þessar reglur eru meðal …