Vörumst skottulækningar

Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur, ritar áhugaverða grein í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag þar sem hann gagnrýnir svokallaða „höfuðbeina – og spjaldhryggsjöfnun“ (H.S. jöfnun) sem hann segir réttilega vera skottulækningar. Það er því miður sjaldgæft að menntaðir heilbrigðisstarfsmenn gagnrýni „óhefðbundnar lækningar“ og því fagna ég framtaki Péturs. Sérstaklega í ljósi þess að fjölmiðlar leyfa sér nánast aldrei að fjalla gagnrýnið um óhefðbundnar meðferðir.

(meira…)

Kannski er kattargreyið með smitandi sjúkdóm?

Á Eyjunni.is er vitnað í frétt um kött sem að „veit“ hvenær fólk á hjúkrunarheimili mun deyja.

„Ef hann hjúfrar sig við rúm sjúklings á hjúkrunarheimilinu þar sem hann hefur búið síðan hann var kettlingur er sá sjúklingur venjulega dáinn innan fjögurra klukkutíma.”

Væri ekki skynsamlegra að fjarlægja kvikindið af hjúkrunarheimilinu en að dást að meintum skyggnigáfum hans? Kattargreyið þjáist örugglega af bráðsmitandi sjúkdómi.

(meira…)

Óhefðbundinn fréttaflutningur

Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna eðlilegar og sjálfsagðar vinnureglur blaðamanna eru alltaf (eða oftast) hundsaðar þegar fjallað er um trúarbrögð, nýaldarspeki og óhefðbundnar lækningar. Í fréttum og Kastljósi í gær var fjallað um svokallaða Bowen tækni algerlega án nokkurrar gagnrýni.

Blaðamannafélög hafa oftast skýrar reglur um það hvernig eigi að fjalla um mál. Þessar reglur eru meðal annars þær að blaðmenn eigi að:
1. leita sannleikans og skýra frá honum.
2. forðast að valda óþarfa sársauka.
3. vera óháðir og forðast hagsmunaárekstra.
4. vera ábyrgir gagnvart lesendum, áhorfendum og hverjum öðrum.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka