Gyðingahatur og helförin

Ég mæli eindregið með ágætri grein Egils Helgasonar “Ísland, zíonismi og gyðingahatur” sem er að finna á vefsíðu hans. Sérstaklega er áhugaverð umræðan sem hefur skapast um greinina. Of algengt er að fólk geri ekki greinarmun á gyðingum, Ísraelsstjórn og Ísraelum. Margir sem hafa andstyggð á stefnu Ísraelsstjórnar yfirfæra vanþóknun sína yfir á alla gyðinga eða alla Ísraelsbúa sem er afar ósanngjarnt. Í umræðunum er einnig fjallað um helförina og þá undarlegu skoðun sumra að hún hafi ekki átt sér stað.

(meira…)

Um rasisma og ofbeldishótanir

Rasistinn Ásgeir Hannes Eiríksson segist hafa fengið hótunarbréf frá “útlendingi” sent til sín vegna skoðana sinna. Ljótt ef satt er. Menn eiga aldrei að þurfa að líða hótanir vegna skoðana sinna, sama hversu gagnrýnisverðar skoðanir þeirra annars eru. Ásgeir sagði í DV í gær að lögreglan hefði brugðist skjótt við og “haft hendur í hári Ganaverjans”. Það er að vissu leyti ánægjulegt að lögreglan skuli nú bregðast við hótunum. Þegar ég reyndi fyrir nokkrum árum að leggja fram kæru gegn íslenskum rasista sem hringdi heim til mín og hótaði mér öllu illu þá ráðlagði lögreglan mér sérstaklega að kæra ekki!* Ég ætti ekki að taka slíka hótun alvarlega. Þegar ég óskaði eftir því að koma mín á lögreglustöðina yrði þá bókuð var mér sagt að slíkt gerði lögreglan ekki. Kannski hefur litarháttur þess sem hefur í hótunum áhrif á aðgerðir lögreglu?

(meira…)

Skoðanamyndandi skoðanakannanir

Ásgeir nokkur Eiríksson var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og fékk hann þar að boða fordóma sína og ranghugmyndir gagnvart innflytjendum gagnrýnislaust. Rökvillurnar og fordómarnir sem þessi maður lét frá sér svo margar og augljósar að hálf vandræðalegt var að hlusta á hann. Byggði hann ofsakenndan málflutning sinn meðal annars á marklausri skoðanakönnun sem Bylgjan stóð fyrir.

(meira…)

Fundur með Heimsþorpi

Samtökin Heimsþorp gegn kynþáttafordómum héldu málfund Í Alþjóðahúsinu um ný útlendingalög í dag. Ég var fenginn til að vera annar frummælenda á fundinum en sá sem talaði á móti mér var hinn geðþekki sjálfstæðismaður, Jón Hákon Halldórsson. Málfundurinn gekk nokkuð vel að mínu mati og sköpuðust líflegar umræður eftir að ég og Jón höfðum lokið við að flytja framsöguræður okkar.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka