Trú í lagi svo lengi sem trúariðkun er sleppt?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt10 skoðanir

Nokkurn veginn svona hljómar rökstuðningur Friðriks Schrams Kristskirkjuprests í Fréttablaðinu í dag. Það er ekkert að því að vera trúaður, svo lengi sem hinn trúaði iðkar ekki trú sína. Ég ítreka að trúhneigð er ekki það sama og trúariðkun. Við verðum að gera greinarmun á þessu tvennu og það geri ég. Til er trúað fólk sem biður ekki bænir og …

Snarruglað landtökufólk í Palestínu

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Mér var bent á þetta myndband á netinu þar sem fjallað er um hegðun landtökufólks í Palestínu. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta er snarruglað lið. Fordómafullt, bókstafstrúar og veruleikafirrt. Hvernig dettur nokkrum manni í hug að hægt sé að skapa frið á þessu svæði á meðan Ísraelsstjórn styður framferði landtökufólks á svæðinu? Hegðun þessa fólks …

Geert Wilders, Fitna og íslamaphóbían

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Íslamaphóbían nær nýjum hæðum í „heimildarmyndinni“ Fitna eftir hollenska hægrimanninn Geert Wilders (Sjá Fitna). Þessi svokallaða heimildarmynd er lítið annað en samansafn af neikvæðum fréttum um múslima sem gefur mjög villandi mynd af þeim (ekki ólíkt myndinni sem ég birt hér af Wilders sjálfum – sem ég valdi úr hundruðum annarra mynda þar sem hann er ekki með penna upp …

Ótti við íslamisma er ótti við bókstafstrú

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Egill Helgason uppljóstraði enn aftur um ótta sinn gagnvart Íslam í Silfrinu í dag. Til umfjöllunar var bókin „Íslam með afslætti“ þar sem reynt er að skoða Íslam út frá öðrum sjónarhól en oftast er gert í fjölmiðlum. Í spjalli sínu við Viðar Þorsteinsson og Magnús Þorkel Bernharðsson kom ótti Egils skýrt fram. Eins og svo margir þá óttast Egill …

Gyðingahatur og helförin

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég mæli eindregið með ágætri grein Egils Helgasonar “Ísland, zíonismi og gyðingahatur” sem er að finna á vefsíðu hans. Sérstaklega er áhugaverð umræðan sem hefur skapast um greinina. Of algengt er að fólk geri ekki greinarmun á gyðingum, Ísraelsstjórn og Ísraelum. Margir sem hafa andstyggð á stefnu Ísraelsstjórnar yfirfæra vanþóknun sína yfir á alla gyðinga eða alla Ísraelsbúa sem er …

Um rasisma og ofbeldishótanir

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Rasistinn Ásgeir Hannes Eiríksson segist hafa fengið hótunarbréf frá “útlendingi” sent til sín vegna skoðana sinna. Ljótt ef satt er. Menn eiga aldrei að þurfa að líða hótanir vegna skoðana sinna, sama hversu gagnrýnisverðar skoðanir þeirra annars eru. Ásgeir sagði í DV í gær að lögreglan hefði brugðist skjótt við og “haft hendur í hári Ganaverjans”. Það er að vissu …

Skoðanamyndandi skoðanakannanir

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt1 skoðun

Ásgeir nokkur Eiríksson var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og fékk hann þar að boða fordóma sína og ranghugmyndir gagnvart innflytjendum gagnrýnislaust. Rökvillurnar og fordómarnir sem þessi maður lét frá sér svo margar og augljósar að hálf vandræðalegt var að hlusta á hann. Byggði hann ofsakenndan málflutning sinn meðal annars á marklausri skoðanakönnun sem Bylgjan stóð …

Fundur með Heimsþorpi

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Samtökin Heimsþorp gegn kynþáttafordómum héldu málfund Í Alþjóðahúsinu um ný útlendingalög í dag. Ég var fenginn til að vera annar frummælenda á fundinum en sá sem talaði á móti mér var hinn geðþekki sjálfstæðismaður, Jón Hákon Halldórsson. Málfundurinn gekk nokkuð vel að mínu mati og sköpuðust líflegar umræður eftir að ég og Jón höfðum lokið við að flytja framsöguræður okkar.