Ritskoðun og eignarhald á fjölmiðlum

Andrés Magnússon skrifar áhugaverðan pistil í Morgunblaðið í morgun þar sem hann fjallar um meint afskipti Jóns Ásgeirs Jóhannessonar af fréttamiðlum sínum. Ólíkt Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, gerir Andrés tilraun til að rökstyðja þá skoðun sína að Fréttablaðið og aðrir „Baugsmiðlar“ séu ritstýrðir af eigendum sínum. Minnist Andrés meðal annars á reynslu undirritaðs af ritskoðun af hálfu Jóns Ásgeirs, en um hana hefur verið fjallað hér á Skoðun.

(meira…)

Eru Múrverjar frjálshyggjumenn?

Múrverjar voru fljótir að bregðast við pistli mínum um ríkisfjölmiðla sem birtist hér á Skoðun á fimmtudaginn. Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur ýmislegt að athuga við þá skoðun mína að það sé ekki hlutverk ríkisvaldsins að sjá almenningi fyrir afþreyingu en lætur þó vera að rökstyðja málstað sinn með málefnalegum rökum. Í stað þess að ræða málið af yfirvegun og út frá hugmyndafræði grípur Kolbeinn til uppnefninga. Þannig hefur hann grein sína á því að kalla mig frjálshyggjumann og gefur í skyn að þess vegna þurfi varla að taka mark á mér. Ég er hins vegar ekki frjálshyggjumaður ekki frekar en Kolbeinn er kommúnisti. Uppnefni sýna ekki fram á neitt, nema í besta falli málefnafátækt. Skoðum grein Kolbeins aðeins betur.

(meira…)

Áfram um ritskoðun

Steingrímur Ólafsson á www.frettir.com fjallar um grein mína frá því í gær þar sem ég segi frá ritskoðun sem átti sér stað á www.visir.is á meðan ég starfaði þar. Að gefnu tilefni skal það tekið skýrt fram að ég var ekki eina vitnið að þessari ritskoðun. Fréttir annarra blaðamanna voru einnig ritskoðaðar og athugasemdir voru sendar á ritstjórnarpóstinn sem margir höfðu aðgang að. Í einu skeytinu kom meðal annars fram: „Jón Ásgeir hafði samband og biður um að frétt sé eytt vegna þess að fréttin er röng.“

(meira…)

Er Fréttablaðið ritskoðað?

Áhugaverð umræða var í Íslandi í dag í gærkvöldi vegna hugsanlegra kaupa eigenda Fréttablaðsins á hinu gjaldþrota DV. Margir hafa áhyggjur af því að eignarhald fjölmiðla sé að færast á of fáar hendur hér á landi. Mörg dæmi eru um það víðs vegar um heiminn að eigendur fjölmiðla misnoti vald sitt og því ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að slíkt hið sama gæti gerst á Íslandi.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka