Ritskoðun og eignarhald á fjölmiðlum
Andrés Magnússon skrifar áhugaverðan pistil í Morgunblaðið í morgun þar sem hann fjallar um meint afskipti Jóns Ásgeirs Jóhannessonar af fréttamiðlum sínum. Ólíkt Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, gerir Andrés tilraun til að rökstyðja þá skoðun sína að Fréttablaðið og aðrir „Baugsmiðlar“ séu ritstýrðir af eigendum sínum. Minnist Andrés meðal annars á reynslu undirritaðs af ritskoðun af hálfu Jóns Ásgeirs, en um hana hefur verið fjallað hér á Skoðun.