Ekki náðist í ritstjóra Morgunblaðsins…

Davíð Oddsson er góður penni, hann hefur sterkar skoðanir og gífurlega þekkingu á öllu því sem tengist íslenskum stjórnmálum. Allt ákjósanlegir eiginleikar fyrir ritstjóra Morgunblaðsins. Það að Davíð sé augljóslega Sjálfstæðismaður er nánast aukaatriði. Allir ritstjórar Morgunblaðsins hafa verið Sjálfstæðismenn. Ekkert nýtt þar á ferð. (meira…)

Alister McGrath og guðleysingjarnir

Umfjöllun í Lárétt eða lóðrétt á Rás 1

alister-mcgrathÍ dag var flutt viðtal við mig og Óla Gneista í útvarpsþætti Ævars Kjartanssonar Lárétt eða lóðrétt á Rás 1 (Hlusta á upptöku). Umfjöllunarefnið var hugmyndir guðfræðingsins Alister McGrath um trú og guðleysi. Ég kynnti mér nokkuð málflutning McGraths eftir að hann kom hingað til lands í byrjun september. McGrath hefur lagt mikla áherslu á að gagnrýna þá sem hann kallar „nýguðleysingja“ og eru það menn á borð við Richard Dawkins, Sam Harris, Christopher Hitchens o.f.l. Ég var nokkuð spenntur að kynna mér málflutning McGraths og miðað við umfjöllunina sem maðurinn fékk bjóst ég við að hann væri að með gagnlegar athugasemdir um guðleysi og skyldar stefnur. Hann virðist allavega í miklu uppáhaldi hjá mörgum trúmönnum hér á landi. Þannig sagði einn klerkur á netinu McGrath vera „magnaðan trúvarnarmann“.

Ég verð að viðurkenna að eftir að hafa kynnt mér málflutning hans varð ég fyrir töluverðum vonbrigðum. McGrath hefur ekkert nýtt eða sérstakt að segja um trú og trúleysi og satt best að segja finnst mér málflutningur hans stundum barnalegur og villandi. Ég er reyndar ansi hræddur um að ef hann reyndi að nota þau rök sem hann notar í heimspekiritgerð um trú og trúleysi fengi hann falleinkunn hjá flestum kennurum. (meira…)

Fjölmiðlafólk framtíðarinnar

Síðustu tvo daga hef ég fengið að taka þátt í fjölmiðlaverkefnum nemenda í Borgarholtsskóla í Grafarvoginum. Hef ég verið boðaður í tvö sjónvarpsviðtöl sem nemendur skólans sjá alfarið um sjálfir í stúdíói sem hefur verið sett upp í einni af kennslustofum skólans. Í fyrra viðtalinu ræddum við um drauga og í því seinna um kristinfræðikennslu í grunnskólum.

(meira…)

Slúðurkenndar umsagnir Reynis

Reynir Traustason, blaðamaður á Fréttablaðinu, mætti Andrési Magnússyni í Ísland í bítið á Stöð 2 í morgun til að ræða pistil Andrésar, sem var birtur í Morgunblaðinu í morgun, um meinta ritskoðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á ritum sínum. Reynir sagði umfjöllun Andrésar um reynslu mína af ritskoðun á Vísi vera bæði slúðurkennda og loftkennda. Þessi skoðun rannsóknarblaðamannsins er vægast sagt undarleg þegar litið til þess að vitnisburður minn er bæði studdur af óvéfengjanlegum heimildum og nafngreindum vitnum.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka