Ekki náðist í ritstjóra Morgunblaðsins…

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Davíð Oddsson er góður penni, hann hefur sterkar skoðanir og gífurlega þekkingu á öllu því sem tengist íslenskum stjórnmálum. Allt ákjósanlegir eiginleikar fyrir ritstjóra Morgunblaðsins. Það að Davíð sé augljóslega Sjálfstæðismaður er nánast aukaatriði. Allir ritstjórar Morgunblaðsins hafa verið Sjálfstæðismenn. Ekkert nýtt þar á ferð.

Ekki fyrsta ritskoðunin

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Jón Bjarki Magnússon, fyrrverandi blaðamaður á DV, hefur nú sagt frá reynslu sinni af ritskoðun. Á Jón Bjarki hrós skilið fyrir að segja frá þessari reynslu opinberlega. Ritskoðun þrífst fyrst og fremst í skjóli starfsmanna fjölmiðla sem þora ekki að segja frá. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íslenskir fjölmiðlar hafa orðið uppvísir að ritskoðun og reyndar ekki í …

Alister McGrath og guðleysingjarnir

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Umfjöllun í Lárétt eða lóðrétt á Rás 1 Í dag var flutt viðtal við mig og Óla Gneista í útvarpsþætti Ævars Kjartanssonar Lárétt eða lóðrétt á Rás 1 (Hlusta á upptöku). Umfjöllunarefnið var hugmyndir guðfræðingsins Alister McGrath um trú og guðleysi. Ég kynnti mér nokkuð málflutning McGraths eftir að hann kom hingað til lands í byrjun september. McGrath hefur lagt …

Leitin að guðseindinni og heimsendaspár

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Afskaplega þykir mér leiðinlegt þegar fréttir eru matreiddar til þess að valda ótta, umtal í stað þess að uppfræða. Ágætt dæmi um slíka matreiðslu er umræða síðustu daga um nýja LHC öreindahraðalinn. Í stað þess að flytja skemmtilegar og uppræðandi fréttir um þetta merka tæki sem gæti varpað nýju ljósi á alheiminn beina fréttamenn sviðljósinu að einhverjum rugludöllum sem telja …

Mótmælendum mismunað

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

DV birtir í dag stutt viðtal við mig vegna greinar sem ég skrifaði fyrir stuttu um ólík viðbrögð lögreglu við mótmælum. Ég kalla eftir skýrum verklagsreglum lögreglu þegar kemur að því að „tækla“ mótmælendur. Sumir mótmælendur fá vinalegt spjall og í nösina (Atvinnubílstjórar) á meðan aðrir eru hundeltir og handteknir. Hver er ástæðan fyrir þessum mun?

Akureyrarprestur kastar grjótum úr glerhúsi

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Gagnrýni á málflutning Svavars Alfreðs Jónssonar prests varð tilefni fréttar og umræðu á Stöð 2 í gær. Þar kvartaði Svavar sáran yfir því að því að nafnleysingjar og aðrir gagnrýndu trúarskoðanir hans og verk á bloggsíðum. Þarna fannst mér Svavar kasta grjóthnullungum úr glerhúsi. Svavar hefur margsinni gert mönnum og samtökum upp skoðanir á bloggsíðu sinni og gert lítið úr …

Fjölmiðlafólk framtíðarinnar

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Síðustu tvo daga hef ég fengið að taka þátt í fjölmiðlaverkefnum nemenda í Borgarholtsskóla í Grafarvoginum. Hef ég verið boðaður í tvö sjónvarpsviðtöl sem nemendur skólans sjá alfarið um sjálfir í stúdíói sem hefur verið sett upp í einni af kennslustofum skólans. Í fyrra viðtalinu ræddum við um drauga og í því seinna um kristinfræðikennslu í grunnskólum.

Slúðurkenndar umsagnir Reynis

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Reynir Traustason, blaðamaður á Fréttablaðinu, mætti Andrési Magnússyni í Ísland í bítið á Stöð 2 í morgun til að ræða pistil Andrésar, sem var birtur í Morgunblaðinu í morgun, um meinta ritskoðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á ritum sínum. Reynir sagði umfjöllun Andrésar um reynslu mína af ritskoðun á Vísi vera bæði slúðurkennda og loftkennda. Þessi skoðun rannsóknarblaðamannsins er vægast sagt …