Gamlar upptökur úr Nei ráðherra

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Nei ráðherra var útvarpsþáttur á Útvarpi Sögu árið 2004 þar sem fjallað var um þjóðfélagsmál útfrá hugsjónum og ekki síður hugmyndafræði. Rætt var við áhugaverða einstaklinga þeir spurðir um hugmyndafræði sína og baráttumál. Stjórnendur þáttarins voru þeir Sigurður Hólm Gunnarsson, Haukur Örn Birgisson og Hinrik Már Ásgeirsson. Skemmtilegt er frá því að segja að þátturinn var í boði KB banka en sá styrkur fór í að fá pláss á útvarpsstöðinni. …

Hvert er hlutverk RÚV?

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Umræðan um tilvistarrétt Ríkisútvarpsins er áhugaverð. Sumir vilja nánast leggja ríkisfjölmiðilinn niður, aðrir vilja styrkja hann og enn aðrir gera töluverðar breytingar á starfseminni. Sjálfur hef ég nokkrum sinnum gagnrýnt RÚV og bæði verið sakaður um frjálshyggju og kommúnisma. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að það sé afar mikilvægt að hið opinbera tryggi að til staðar sé hlutlaus og vönduð …

“Jón Ásgeir hafði samband og biður um að frétt sé eytt”

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ágæt grein Magnúsar Halldórssonar, viðskiptafréttastjóra Stöðvar 2 og Vísis, vekur upp gamlar minningar. Það er full ástæða til að taka undir áhyggjur Magnúsar. Langflestir blaðamenn láta ekki ritskoða sig með beinum hætti en töluverð hætta er á sjálfsritskoðun. Eitt sinn gerði ég tilraun til að verða blaðamaður og starfaði meðal annars á Vísi. Þar varð ég var við grófa ritskoðun. …

Að vernda börn gegn níðingum

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Það tók virkilega á að horfa á umfjöllun Kastljóssins í kvöld um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson sem að hefur ítrekað framið kynferðisbrot gagnvart börnum og unglingum. Ég dáist að fórnarlömbum mannsins sem í kvöld sögðu frá erfiðri reynslu sinni. Án opinnar umræðu breytist ekki neitt. Mikilvægt er að við lærum af þessari umfjöllun. Kynferðisafbrot gegn börnum er ekki bara eitthvað …

Ofbeldissamfélagið og skoðanakúgun

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um ofbeldishótanir og ömurlega orðræðu á netinu. Hildur Lilliendahl hefur bent á fjölmargar beinar og óbeinar hótanir sem henni hafa borist og í gær segir Sóley Tómasdóttir frá svipaðri reynslu í DV.  Báðar neita þær að hætta að tjá sig þrátt fyrir eðlilegan ótta við að eitthvert fíflið geri alvöru úr hótunum sínum. Eiga þær …

Um kjánatrukka og aðdáendur þeirra

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Kjánatrukkur nokkur kemur ítrekað fram í fjölmiðlum og stærir sig af lögbrotum og ofbeldisverkum. Maðurinn viðurkennir fúslega að hann starfi sem handrukkari og að hann eigi nóg af peningum. Hvað gerir lögreglan við svona opinberar játningar? Yfirlýstur glæpamaðurinn skrifar reglulega athugasemdir við fréttir um sig í netmiðlum og sendir á Facebook. Oftar en ekki fá athugasemdir kjánans flest „like“. Hvað …

Aumingja- og hálfvitadýrkun á Íslandi

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ég er orðinn dauðþreyttur á hetjufréttum og töffaramyndum af aumingjum, hálfvitum og siðleysingjum á Íslandi.  Sumir íslenskir fréttamiðlar virðast hafa pervetíska ánægju af því að upphefja sorann. Englar Helvítis Viðhafnarviðtöl eru tekin við forsvarsmenn íslensk mótorhjólaklúbbs sem nú hefur fengið fulla aðild að glæpasamtökunum Hells Angels. Háttsettir félagsmenn í Hells Angels hafa fengið dóma fyrir morð, manndrápstilraunir, ofbeldi, fíkniefnaviðskipti og …