Spurningar SHG og svör Félags íslenskra þjóðernissinna

(fylgiskjal með greininni Athugasemdir við svar þjóðernissinna frá 17. ágúst 2000 á www.skodun.is)

Spurningar SHG
sjá: Opið bréf til Félags íslenskra þjóðernissinna

*Innan sviga er það sem lesa má út úr svörum þjóðernissinna Svör Félags íslenskra þjóðernissinna
sjá: Þjóðernissinnar svara

Hættulegt landnám útlendinga og afskipti erlendra aðilla af íslenskum innanríkismálum
1) Þið segist vera á móti landnámi útlendinga af öðrum en evrópskum uppruna hér á landi. Hvers vegna skil ég ekki. Teljið þið að manneskjur frá öðrum heimshlutum en Evrópu séu verri en aðrar manneskjur? (já)* Er það menning, háttarlag eða litarhaft þeirra sem angrar ykkur? (háttarlag þeirra)

(meira…)

Athugasemdir við svar þjóðernissinna

Í gær barst loksins bréf frá Félagi íslenskra þjóðernissinna og vil ég nú gera nokkarar nauðsynlegar athugasemdir við svar þeirra. Í fyrsta lagi bendi ég á þær spurningar sem ekki var svarað. Í öðru lagi bendi ég á nokkrar mótsagnir í málflutningi FÍÞ. Í þriðja lagi tek ég á ómálefnalegum málflutningi í bréfi þeirra og í fjórða lagi svarar undirritaður nokkrum spurningum frá FÍÞ.

(meira…)

Opið bréf til Félags íslenskra þjóðernissinna

Formáli
Til er hópur sem kallar sig Félag íslenskra þjóðernissinna og heldur hann meðal annars úti heimasíðu þar sem stefnumál félagsins eru kynnt. Tilgangur félagsins er meðal annars að vernda „kynstofn íslensku þjóðarinnar“ og „hindra frekara landnám útlendinga af öðrum en evrópskum uppruna hér á landi“. Stuðningsmenn þessa félags hafa farið hamförum í fjölmiðlum og á netinu undanfarin misseri og tel ég löngu tímabært að taka á stórhættulegum áróðri þeirra.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka