Kaþólski menntamálaráðherrann yfirheyrður

Í viðtalsþættinum „Maður á mann“ sem sýndur var á Skjá einum í gær tók Sigmundur Ernir Rúnarsson viðtal við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, nýja menntamálaráðherrann okkar. Þorgerður Katrín er kaþólsk en tilheyrir ekki Þjóðkirkjunni eins og mikill meirihluti þjóðarinnar og var ekki annað að heyra á spurningum Sigumundar en að hann hefði nokkrar áhyggjur af þessari trúarafstöðu ráðherrans. Aldrei hef ég heyrt nokkurn íslenskan stjórnmálamann verið yfirheyrðan jafn ítarlega um trúarskoðun sína og gert var í þessum þætti.

(meira…)

Bönnum umskurð

Umskurður kvenna er stundaður víðs vegar um heim oft í nafni íslamstrúar þó hann sé í raun hvergi boðaður í Kóraninum, trúarbók múslima. Talið er að allt að tvær milljónir stúlkna séu umskornar á hverju ári í heiminum. Þingmenn Vinstri grænna hafa lagt til að sett verði lög sem banna umskurð kvenna á Íslandi. Fagna ber þessari tillögu Vg enda getur umskurður kvenna vart talist annað en gróft ofbeldi gagnvart konum. Að mati undirritaðs ætti einnig að banna umskurð drengja.

(meira…)

Vanþekking

Aðeins fjórum dögum áður en hryðjuverkin áttu sér stað í Bandaríkjunum skrifaði ég á þessum síðum hugleiðingar mínar um þá fordóma sem mér finnst fólk hafa í garð múslima. Þessar…

Kynþáttahatarar funda

Í fréttum í gær var sagt frá opnum félagsfundi Félags íslenskra þjóðernissinna, en sá félagsskapur berst gegn því að útlendingar af öðrum en vestur-evrópskum uppruna setjist að hér á landi. Í þeim fréttum sem undirritaður sá og heyrði var greint frá því að skráðir félagar í FÍÞ væru rúmlega 100 og að félagsskapurinn stefndi að því að bjóða sig fram til Alþingis. Hvergi var minnst einu orði á að FÍÞ er ekkert annað en félagsskapur kynþáttahatara eins og formaður þeirra hefur ítrekað sýnt og sannað með orðum sínum. Til að leggja áherslu á þessa staðreynd hefur undirritaður ákveðið að setja saman samantekt á samskiptum sínum við formann FÍÞ fyrr á þessu ári.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka