Alþjóðahúsi lokað?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Nýjustu fréttir benda til þess að Alþjóðahúsi verði nú lokað. Það eru sorgleg tíðindi. Ég þekki marga sem hafa nýtt sér þjónustu Alþjóðahúss og vitnað til um gagnsemi þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Ég trúi ekki öðru en að Reykjavíkurborg og aðrir velunnarar komi í veg fyrir að lokunin verði að veruleika.

Hvað á að gera í innflytjendamálum?

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Nú eru innflytjendamálin komin til umræðu enn á ný. Eins og oft áður einkennist umræðan af ógeðfelldri blöndu af útlendingaótta og pólitískum rétttrúnaði. Ekkert nýtt hefur komið fram í umræðunni og engar nýjar lausnir á meintum vanda. Ég skrifaði grein um nákvæmlega þessi mál árið 2000 og benti á þrjár mögulegar “lausnir” við meintum innflytjendavanda.

Þörf á endurskoðun 24 ára reglu

GestapennarGestapennar

Toshiki Toma, prestur nýbúa, skrifar: Hin svokallaða “24 ára regla” í útlendingalögunum er afar umdeild, bæði á Íslandi og í Danmörku. Í stuttu máli kveður reglan á um að giftist útlendingur Íslendingi geti hann ekki fengi dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldutengsla sé útlendingurinn yngri en 25 ára.

Ímyndaður útlendingavandi

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ný könnun Gallups um afstöðu Íslendinga til útlendinga er skýrt dæmi um nauðsyn þess að halda uppi opinni og gagnrýnni umræðu um málefni innflytjenda. Samkvæmt niðurstöðum könnunar Gallups hafa fordómar gagnvart útlendingum aukist nokkuð og fleiri en áður eru á móti því að útlendingar fái að setjast að og vinna hér á landi. Afstaða fólks virðist byggjast á ótta sem …

Um rasisma og ofbeldishótanir

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Rasistinn Ásgeir Hannes Eiríksson segist hafa fengið hótunarbréf frá “útlendingi” sent til sín vegna skoðana sinna. Ljótt ef satt er. Menn eiga aldrei að þurfa að líða hótanir vegna skoðana sinna, sama hversu gagnrýnisverðar skoðanir þeirra annars eru. Ásgeir sagði í DV í gær að lögreglan hefði brugðist skjótt við og “haft hendur í hári Ganaverjans”. Það er að vissu …

Skoðanamyndandi skoðanakannanir

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ásgeir nokkur Eiríksson var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og fékk hann þar að boða fordóma sína og ranghugmyndir gagnvart innflytjendum gagnrýnislaust. Rökvillurnar og fordómarnir sem þessi maður lét frá sér svo margar og augljósar að hálf vandræðalegt var að hlusta á hann. Byggði hann ofsakenndan málflutning sinn meðal annars á marklausri skoðanakönnun sem Bylgjan stóð …

Til varnar mannréttindum

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Eins og við mátti búast eru dönsk og íslensk mannréttindasamtök að undirbúa málsóknir gagnvart stjórnvöldum í heimalöndum sínum vegna þeirra innflytjendalaga sem þar eru í gildi. Íslensk stjórnvöld voru ítrekað vöruð við því að skerða mannréttindi með útlendingalögunum sem sett voru haust en yfirvöld ákváðu að hlusta ekki á gagnrýnisraddir. Nú geta íslensk stjórnvöld átt von á því að vera …

Fundur með Heimsþorpi

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Samtökin Heimsþorp gegn kynþáttafordómum héldu málfund Í Alþjóðahúsinu um ný útlendingalög í dag. Ég var fenginn til að vera annar frummælenda á fundinum en sá sem talaði á móti mér var hinn geðþekki sjálfstæðismaður, Jón Hákon Halldórsson. Málfundurinn gekk nokkuð vel að mínu mati og sköpuðust líflegar umræður eftir að ég og Jón höfðum lokið við að flytja framsöguræður okkar.