Fíkniefnamál

Grein Brynjólfs Þórs um fíkniefnavandann (Röng greining vandans) sem birtist síðastliðinn miðvikudag hefur vakið upp nokkur viðbrögð hjá lesendum Skoðunar. Brynjólfur benti á að fíkniefnavandinn fælist að miklu leyti í þeirri eftirspurn sem er eftir fíkniefnunum á meðan stór hluti hins svokallaða forvarnarstarfs gengi út á það að draga úr framboði fíkniefna.

(meira…)

Að vakna upp við vondan draum

Þegar ég var að fylgjast með umræðunum á Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra síðastliðinn mánudag tók ég sérstaklega eftir ræðu Hjálmars Árnasonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um fíkniefnavandann. Í ræðu sinni lýsti Hjálmar algjöru metnaðarleysi sínu í garð málaflokksins og varpaði um leið allri ábyrgð frá stjórnvöldum.

(meira…)

Vandi ungmenna – ein vinsælasta sápuópera Vesturlanda

Við upphaf þessa mánaðar kynnti Sólveig Pétursdóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra, niðurstöður nefndar sem fjallaði um málefni ungra afbrotamanna. Þar kom meðal annars fram að fjöldi einstaklinga undir 18 ára sem dæmdir hafa verið í fangelsi (skilorðs- eða óskilorðsbundið) hafi fjölgað úr 44 árið 1996 í 114 á síðasta ári. Enn fremur kom fram að 30 – 40% afbrota í öllum aldurshópum eru framkvæmd af einstaklingum sem eru 18 ára og yngri.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka