Sjö rök gegn sölu áfengis í kjörbúðum

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Hér fyrir neðan er umsögn mín um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak var send á Nefndarsvið Alþingis í dag. Þar tíunda ég sjö rök gegn því að frumvarpið verði samþykkt. Sent á Nefndarsvið Alþingis Reykjavík, 28. febrúar 2017 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi …

Frjálslyndur afturhaldsseggur fjallar um áfengi í kjörbúðum

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ég drekk áfengi og finnst það oft gott. Ég er hlynntur lögleiðingu flestra (ef ekki allra) vímuefna, þó ég neyti þeirra ekki sjálfur, af því ég tel bannstefnuna í senn mannskemmandi  og vita gagnslausa (Sjá: Fíkniefnastríðið er tapað – skaðaminnkun er málið). Samt er ég ekki á því að það sé frábær og gallalaus hugmynd að leyfa sölu áfengis í …

Lögleiðing vímuefna er mannúðarmál

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Misnotkun vímuefna er fyrst og fremst félagslegt vandamál og heilbrigðisvá. Þess vegna finnst mér alltaf óþægilegt þegar hægrimenn eða frjálshyggjumenn fjalla um lögleiðingu slíkra efna. Sama fólk og talar gegn öflugu opinberu heilbrigðiskerfi og félagslegri þjónustu. Sama fólk og kærir sig kollótta um aukna misskiptingu og ójöfnuð. Lögleiðing vímuefna fjallar í mínum huga ekki um frelsi einstaklingsins heldur um það …

Dómharka og mannfyrirlitning í athugasemdakerfum

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Fátt æsir fínt fólk og góðmenni meira en dópistar. Að mörgu leyti skiljanlegt í ljósi frétta af grófu ofbeldi glæpamanna í fjölmiðlum og vegna þess að fjöldi einstaklinga á öllum aldri hefur farið illa með sjálfan sig og fjölskyldu sína með neyslu. Þegar einhver er fangelsaður fyrir dópsmygl  sjá margir rautt. „Gott á helvítið“ eru klassísk viðbrögð. Auga fyrir auga, …

Fíkniefnastríðið er tapað – skaðaminnkun er málið

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Stríðið gegn fíkniefnum er bæði mannskemmandi  og vita gagnslaust. Því fagna ég aukinni umfjöllun um skaðaminnkunarúrræði. Misnotkun vímuefna er heilbrigðisvandamál og við henni þarf að bregðast með félagslegum úrræðum. Heilbrigðisþjónustu, fræðslu, umhyggju og virðingu. Afskaplega erfitt getur verið að tjá sig um lögleiðingu vímuefna án þess að vera sakaður um að vera dópisti, glæpamaður eða skeytingarlaus um þá eymd sem …

Stríðið gegn fíkniefnum er stríð gegn venjulegu fólki

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Hvenær ætlum við að skilja að stríðið gegn fíkniefnum er stríð gegn venjulegu fólki.  Þeir einu sem hagnast af þessu stríði eru ofbeldismenn, hrottar, lögfræðingar og stjórnmálamenn með einfaldar lausnir. Þeir sem tapa mest eru venjulegar fjölskyldur. Fullorðnir og börn. Reyndar helst þeir einstaklingar sem koma úr erfiðu félaglegu umhverfi. Fíkniefnastríðið er þannig einna helst stríð gegn fátæku og varnarlausu …

Enn eitt fórnarlambið í stríðinu gegn fíkniefnum

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ragnar Erling Hermannsson er nú er vistaður í fangabúðum í Brasilíu fyrir tilraun til að smygla inn fíkniefnum. Ragnar er að mínu viti lítið annað en eitt fórnarlambið enn í stríðinu gegn fíkniefnum. Ég finn til með því fólki sem hefur tjáð sig í fjölmiðlum undanfarið og lýst því glaðhlakkalega yfir að maðurinn eigi þetta skilið. Staðreyndin er sú að …

Stórglæpur skekur Patró

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Það er fátt erfiðara að skilja en ofstækið í samfélaginu gagnvart kannabisneytendum. Nánast hvern dag birtist frétt í fjölmiðlum þess efnis að lögreglan hafi handtekið unga menn og konur með kannabisefni í fórum sínum og stimplað þá glæpamenn. Í gær birtist til dæmis ,,stórfrétt“ á lögregluvefnum um að þrír ungir menn hefðu verið handteknir með ,,rúmt gramm“ af kannabisefnum.