Fíkniefnastríðið er tapað – skaðaminnkun er málið

Stríðið gegn fíkniefnum er bæði mannskemmandi  og vita gagnslaust. Því fagna ég aukinni umfjöllun um skaðaminnkunarúrræði. Misnotkun vímuefna er heilbrigðisvandamál og við henni þarf að bregðast með félagslegum úrræðum. Heilbrigðisþjónustu, fræðslu, umhyggju og virðingu.

Afskaplega erfitt getur verið að tjá sig um lögleiðingu vímuefna án þess að vera sakaður um að vera dópisti, glæpamaður eða skeytingarlaus um þá eymd sem ávana- og vímuefni valda einstaklingum og samfélaginu. Svo er maður stundum sakaður um að vera frjálshyggjumaður, sem mér þykir næstum því verra.

En ekkert af þessu á við um mig. Ég styð afnám bannstefnunnar í skrefum vegna þess að ég er viss um að skaðinn sem bannstefnan veldur sé mun meiri meiri en ávinningurinn. Eina raunhæfa leiðin til að vinna gegn skaðlegum áhrifum vímuefna er að beita skaðaminnkunarúrræðum (Harm reduction).

Afstaða mín byggist í hnotskurn á eftirfarandi staðreyndum: (meira…)

Stórglæpur skekur Patró

Það er fátt erfiðara að skilja en ofstækið í samfélaginu gagnvart kannabisneytendum. Nánast hvern dag birtist frétt í fjölmiðlum þess efnis að lögreglan hafi handtekið unga menn og konur með kannabisefni í fórum sínum og stimplað þá glæpamenn. Í gær birtist til dæmis ,,stórfrétt“ á lögregluvefnum um að þrír ungir menn hefðu verið handteknir með ,,rúmt gramm“ af kannabisefnum.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka