Einelti – Helvíti á Jörð

Nú eru tökur á heimildarþættinum um einelti sem ég tek þátt í að framleiða svo gott sem búnar. Klippivinna og önnur nákvæmnisvinna er hafin. Við vonumst til að þátturinn verði að fullu tilbúinn við lok sumars, en framvindan fer svolítið eftir því hvernig okkur gengur að safna styrkjum. Þetta er búið að vera nokkuð dýrt og tímafrekt þannig að ekki veitir okkur af peningunum. Ég setti upp einfalda vefsíðu til að kynna þáttinn og er hana að finna á www.skodun.is/einelti. Allar athugasemdir eru vel þegnar. Maður er svolítið að opinbera sig þarna, og ég viðurkenni að það er svolítið óþægilegt.

(meira…)

Tíu ára reunion

Þá er komið að því. Í kvöld ætla fyrrum bekkjarfélagar mínir að halda partí í tilefni þess að tíu ár eru liðin síðan við útskrifuðumst úr grunnskóla. (Djöfull er ég orðinn gamall!) Ég hafði ekki hugsað mér að mæta en ákvað þó á síðustu stundu að kíkja. Ég er svolítið stressaður þar sem ég hef ekki séð þetta lið saman í tíu ár og minningar mínar frá grunnskóla eru nú ekki sérstaklega skemmtilegar. Ég er 26 ára gamall og ég verð þvalur á höndunum og fæ hnút í magann bara við tilhugsunina að hitta þetta fólk aftur.

(meira…)

Gleymd grunnskólaár

Ég fór í bæinn í gær, eins og kemur örsjaldan fyrir að ég geri um helgar, og hitti þar ónafngreinda stelpu sem heilsaði mér. Hún þekkti mig en ég hafði ekki hugmynd um hver hún var. Eftir að hafa lýst því yfir hve móðguð hún var að ég skyldi ekki muna eftir henni kom í ljós að þetta var stelpa sem ég var með í grunnskóla. Nánar tiltekið Hólabrekkuskóla. Hún mundi eftir mér og kunningjum mínum á meðan ég mundi nánast ekki neitt. Sannleikurinn er sá að ég man voða lítið frá grunnskólaárum mínum. Minningarnar eru í það minnsta mjög brotakenndar og einskorðast við ákveðin atvik. Einu tæru minningarnar sem ég á frá grunnskóla eru mjög vondar minningar.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka