Orsök eineltis

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Menn hafa eðlilega mjög misjafnar skoðanir á orsökum eineltis, og þar með hvað hægt er að gera til að koma í veg að það eigi sér stað. Algeng skoðun er sú að einelti sé foreldrum að kenna: ,,Foreldrar kunna ekki að aga börnin sín,“ ,,Börn læra ekki lengur góða siði heima hjá sér,“ o.s.frv.

Áhugaleysi ríkisfjölmiðla

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Síðan ég fór að kynna þáttinn Einelti – Helvíti á Jörð, hef ég margsinnis verið boðaður í viðtöl til að ræða um málefnið. Það er samt svo undarlegt að ríkisfjölmiðlarnir hafa nánast ekkert sýnt málinu áhuga. Fyrir nokkrum mánuðum fór ég í barnaþáttinn Vitann á Rúv en annars hafa ríkisfjölmiðlarnir ekkert haft samband. Þrátt fyrir að ég hafi sent þeim …

Viðbrögð

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Kíkti aðeins í bæinn í gær. Þegar ég var á röltinu gekk að mér ungur maður, tók í höndina á mér og sagði ,,Þakka þér fyrir að gera þáttinn, ég kannast við þetta.“ Svo sagði hann bara bless og fór. Ég vissi svosem ekkert hvað ég átti að segja við manninn, þannig að ég sagði bara takk. Það er gott …

Þakka hlý orð…

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég var að koma heim úr bíó. Kíkti á The Pianist með Binna félaga mínum á meðan þátturinn var sýndur í Sjónvarpinu. Frábær mynd sem sýnir vel hvernig mannveran getur breyst í villidýr undir réttum (eða kannski röngum) kringumstæðum. Á meðan fékk ég fjöldann allan af smáskilaboðum, tölvupósti og hringingum frá fólki sem vildi óskaði mér til hamingju með þáttinn. …

Eineltisminningar 4: Þegar girt var niður um mig

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Það er undarlegt að eiga nánast bara leiðinlegar minningar frá grunnskóla. Þannig er það nú samt. Varla vegna þess að slæmu stundirnar voru svona mikið fleiri en þær góðu, heldur líklegast frekar vegna þess að þær voru eftirminnilegri og höfðu dýpri áhrif á persónu mína og þroska. Ég man t.a.m. vel eftir einu atviki þegar nokkrir strákarnir ákváðu að pína …

Eineltisminningar 2: Ég hataði leikfimi

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Verstu minningar mínar úr skóla eru eflaust úr leikfimistímum. Kannski ekki beint úr tímunum sjálfum, heldur frekar úr búningsklefunum. Þegar ég var í Hólabrekkuskóla voru leikfimistímarnir haldnir í íþróttasal Fellaskóla. Ég kveið alltaf þessum tímum. Allir áttu að mæta tímanlega í búningsklefana til að klæða sig í íþróttafötin. Síðan þurftum við að bíða róleg þangað til að leikfimiskennarinn opnaði hurðina …