Vegna átaks gegn einelti

Í tilefni þess að Heimili og skóli standa nú fyrir sérstöku átaki gegn einelti langar mig til að deila með ykkur þeirri reynslu sem ég lenti í þegar ég var í grunnskóla. Umræddar reynslusögur voru um tíma til sýnis hér á Skoðun, en af einhverjum ástæðum tók ég þær út aftur. Þessar sögur voru upphaflega settar inn á vefinn þegar ég tók þátt í að framleiða stuttan heimildarþátt um einelti: Einelti – Helvíti á Jörð árið 2003.

Vonandi geta þessar sögur vakið einhverja til umhugsunar: (meira…)

Tíundi hver nemandi lagður í einelti

Samkvæmt nýrri könnun sem gerð var í 30 grunnskólum um allt land kemur fram að tíundi hver nemandi í 4.-7. bekk telur sig verða fyrir einelti. Hvernig sem á það er litið hlýtur þetta að teljast of hátt hlutfall. Margt hefur verið gert á undanförnum árum til að draga úr einelti í skólum en betur má ef duga skal. Einelti getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér, mun alvarlegri en margir gera sér grein fyrir. Sumir þeirra sem verða fyrir ítrekuðu einelti í skólum verða fyrir varanlegum andlegum skaða.

(meira…)

Umfjöllun um agaleysi á Rás 2

Kristján Sigurjónsson, stjórnandi Morgunvaktarinnar á Rás 2, boðaði mig í stutt viðtal í morgun um agaleysi í skólum. Kristján hafði rekist á nokkrar greinar hér á Skoðun þar sem ég fjalla um nauðsyn þess að kenna mannleg samskipti í skólum og hafði því áhuga á að fjalla um þessar hugmyndir mínar. Þorgerður Guðlaugsdóttir, aðstoðarskólastjóri Giljaskóla á Akureyri, átti einnig að vera í þættinum en hún forfallaðist.

(meira…)

Að lokinni eineltisráðstefnu

Ég tók þátt í ráðstefnu um einelti sem haldin var í Lögbergi í gær á vegum Kristínar Vilhjálmsdóttur og Margrétar Birnu Auðunsdóttur, en þær eru báðar virkir þátttakendur í Eineltissamtökunum (sem eru sjálfshjálparsamtök þolenda eineltis). Ráðstefnan var ágæt og margir áhugaverðir fyrirlestrar fluttir. Eiga þær Kristín og Margrét Birna þakkir skildar fyrir framtak sitt. Nokkuð fjörugar pallborðsumræður áttu sér stað undir lok ráðstefnunnar og ljóst er að skiptar skoðanir eru á því hvaða aðferðum eigi að beita í baráttunni gegn einelti.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka