Eineltisumræða

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Einelti hefur verið töluvert í umræðunni síðustu daga og það er jákvætt. Þetta er þörf umræða. Sífellt fleiri verða meðvitaðri um alvarleika eineltis í skólum, vinnustöðum, inn á heimilum og almennt í samfélaginu. En betur má ef duga skal. Því fagna ég allri umræðu og vitundarvakningu. Á miðvikudaginn síðasta hélt Mannréttindaskrifstofa málþing  með yfirskriftinni Dagur án eineltis.  Ég komst því …

Vegna átaks gegn einelti

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Í tilefni þess að Heimili og skóli standa nú fyrir sérstöku átaki gegn einelti langar mig til að deila með ykkur þeirri reynslu sem ég lenti í þegar ég var í grunnskóla. Umræddar reynslusögur voru um tíma til sýnis hér á Skoðun, en af einhverjum ástæðum tók ég þær út aftur. Þessar sögur voru upphaflega settar inn á vefinn þegar …

Eineltisdraugar

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Fyrir nokkrum dögum varð ég vitni að merkilegu samtali tveggja vina minna. Báðir þessir vinir mínir höfðu orðið fyrir einelti og öðru ofbeldi í barnaskóla, rétt eins og ég. Samtalið fjallaði um reynslu þeirra frá því kvöldinu áður. Það kvöld höfðu þeir rekist á einn gerandan sem gerði þeim lífið leitt fyrir hartnær 20 árum. Þeim var heitt í hamsi …

Umfjöllun um agaleysi á Rás 2

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Kristján Sigurjónsson, stjórnandi Morgunvaktarinnar á Rás 2, boðaði mig í stutt viðtal í morgun um agaleysi í skólum. Kristján hafði rekist á nokkrar greinar hér á Skoðun þar sem ég fjalla um nauðsyn þess að kenna mannleg samskipti í skólum og hafði því áhuga á að fjalla um þessar hugmyndir mínar. Þorgerður Guðlaugsdóttir, aðstoðarskólastjóri Giljaskóla á Akureyri, átti einnig að …

Að lokinni eineltisráðstefnu

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég tók þátt í ráðstefnu um einelti sem haldin var í Lögbergi í gær á vegum Kristínar Vilhjálmsdóttur og Margrétar Birnu Auðunsdóttur, en þær eru báðar virkir þátttakendur í Eineltissamtökunum (sem eru sjálfshjálparsamtök þolenda eineltis). Ráðstefnan var ágæt og margir áhugaverðir fyrirlestrar fluttir. Eiga þær Kristín og Margrét Birna þakkir skildar fyrir framtak sitt. Nokkuð fjörugar pallborðsumræður áttu sér stað …