Hugsjónalausir herkænskutilburðir

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Það hefur verið sorglegt að fylgjast með borgarpólitíkinni síðustu daga. Borgarstjórnarfulltrúar hegða sér frekar eins og menntaskólanördar að spila diplomacy en ekki eins og fullorðið fólk í stjórnmálum. Eins og nördarnir sem lesa þetta vita er diplomacy gamall herkænskuleikur sem gengur meðal annars út á það að semja bandalög í bakherbergjum og stinga mótherja sína svo í bakið. Ég var …

Ljótur miðbær

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Hún var áhugaverð umfjöllun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Silfri Egils í dag um þróun borga víðs vegar um Evrópu. Hann sýndi fram á hvers auðveldlega er hægt að gera miðbæi aðlaðandi sé áhugi fyrir hendi. Miðbær Reykjavíkur er einn sá ljótasti í heiminum og veitti ekki af að fríska upp á hann. Ég hef aldrei haft neinn sérstakan áhuga á …

Vegna rangfærslna um Siðmennt

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Opið bréf til Mörtu Guðjónsdóttur vegna greinarinnar “Hugum að menningararfleifð þjóðarinnar” á www.betriborg.is. Sæl Marta og takk fyrir umræðu þína um trúboð í grunnskólum og afstöðu Siðmenntar á www.betriborg.is. Um leið og ég fagna allri umræðu um þessi mál hlýt ég að krefjast þess að farið sé með rétt mál. Af einhverjum ástæðum ferð þú rangt með stefnu Siðmenntar ansi …

Hið þríeina olíufélag

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Það verður spennandi að sjá hvort jeppafólkið í olíubransanum fær að bera ábyrgð á gjörðum sínum á næstu misserum. Ef marka má fréttir undanfarna daga virðist nefnilega vera sem stór hluti þeirra sem starfa og hafa starfað hjá hinu þríeina olíufélagi (Esso, Olís og heilögum Skeljungi) eigi sér andlegan leiðtoga í JR gamla í Dallas.