Nokkrar spurningar til forsætisráðherra

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, birti áðan „hugrenningar“ sínar um moskumálið svokallaða á Fésbókarsíðu sinni. Þessi meistari rökhyggjunnar skrifar tveggja blaðsíðna pistil þar sem hann velur að svara ekki grundvallarspurningum um málið. Í staðinn ákveður hann að fjalla um „umræðuna“. Eins og venjulega kveinkar hann sér undan pólitískum andstæðingum sem hann telur að séu að „ráðast á“ flokkinn …

Lausnin er veraldlegt samfélag

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Hefur þú áhyggjur af ofstækisfullum trúarhópum? Ertu á móti því að borgin gefi múslímum lóð undir mosku? Telur þú tjáningarfrelsið mikilvægt? Viltu tryggja jafnrétti og mannréttindi allra? Fara fordómar í taugarnar á þér? Viltu berjast gegn kúgun kvenna og minnihlutahópa? Óttast þú ágreining milli trúarhópa og vaxandi útlendingaandúð? Þá er lausnin að styðja veraldlegt samfélag en ekki að banna ákveðna …

Um lýðræðishlutverk fjölmiðla

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Fyrir þessar kosningar hef ég tekið eftir því að fjölmiðlar taka lýðræðishlutverk sitt misalvarlega. Sem dæmi hefur Fréttablaðið ítrekað „sleppt“ því að ræða við fulltrúa Dögunar í umfjöllun sinni um komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Ég veit reyndar fyrir víst að Dögun hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá að taka þátt í umfjöllun Fréttablaðsins en ekki átt erindi sem erfiði. …

Framsókn og fólkið sem vill eyðileggja flugvöllinn

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Hreiðar Eiríksson frambjóðandi Framsóknarflokksins og flugvallarvina segir á Fésbókarsíðu sinni í dag: „Í dag las ég pistil eftir ungan mann sem vill að Reykjavíkurflugvöllur verði eyðilagður. Hann staðhæfði í pistli sínum að ef svo fer sem horfir, og núverandi meirihluti heldur velli í borgarstjórn Reykjavíkur, þá verði sú niðurstaða ekki túlkuð á annan veg en að kjósendur vilji láta eyðileggja flugvöllinn. …

Aðförin að einkabílnum og annað millistéttarvæl

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Nú hef ég undanfarin ár búið bæði í miðbænum og í Grafarvogi. Alltaf á bíl, enda vinnan nokkuð langt frá heimili mínu. Ekki hef ég tekið eftir neinni „aðför“ að einkabílnum eða að mér persónulega sem ökumanni. Ég hef reyndar tekið eftir fleiri hjólastígum, að það tekur stundum fimm mínútur að finna bílastæði og í einu þekktu dæmi fannst mér …

GNARR – skemmtileg mynd, ómetanleg heimild

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég fór á sérstaka forsýningu myndarinnar GNARR í gær og hló úr mér lungun. GNARR er ómetanleg heimild um Besta Flokks byltinguna. Framleiðendur myndarinnar fegnu leyfi til að fylgja Jóni Gnarr eftir frá því hann bauð sig fram og alveg þar til að hann var orðinn borgarstjóri. Myndskeið af hugarflæðisfundum flokksins þar sem „stefnumálin“ voru fundin upp eru sérstaklega áhugaverð …

Alþjóðahúsi lokað?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Nýjustu fréttir benda til þess að Alþjóðahúsi verði nú lokað. Það eru sorgleg tíðindi. Ég þekki marga sem hafa nýtt sér þjónustu Alþjóðahúss og vitnað til um gagnsemi þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Ég trúi ekki öðru en að Reykjavíkurborg og aðrir velunnarar komi í veg fyrir að lokunin verði að veruleika.

Málefnasamningur um ekki neitt

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ólafur F. Magnússon tjáir sig ekki í fjölmiðlum án þess að segja að meirihlutinn í Reykjavík sé grundvallaður á málefnum en ekki völdum. Ég man ekki eftir einu einasta viðtali við borgarstjórann þar sem hann sleppir því að minnast á þetta. Það skýtur því skökku við að hann virðist vera ósammála sjálfstæðismönnum í nánast öllum meginmálum. 1. Flugvöllurinn Ólafur krefst …