Losing Faith in Faith

Losing Faith in Faith Eftir: Dan Barker Umfjöllun: Dan Barker var bókstafstrúarmaður og farandspredikari. Hann trúði á sköpunarsöguna, alvaldan Guð og að Jesú Kristur væri frelsari sinn. Barker var þekktur fyrir að búa til kristileg lög og hann skrifaði trúartexta fyrir börn.  Smá saman fór Barker þó að efast og með efanum fylgdi forvitni. Hann byrjaði að lesa meira um trúarbrögð og heimspeki. Hann las bækur eftir Thomas Paine, Robert Ingersol og fleiri fríþenkjara og fljótlega var Barker ekki lengur bókstafstrúarmaður heldur frekar „barnatrúar“. (meira…)

Why Atheism?

Why Atheism?

Eftir: George H. Smith

Umfjöllun:
George H.Smith útskýrir afar vel hvað felst í því að vera trúlaus, hvers vegna menn telja sig trúlausa og hvaða ranghugmyndir trúaðir hafa oft um trúleysi. Ef þú ert búinn að lesa bókina Atheism: The Case Against God eftir sama höfund mæli ég með þessari. (meira…)

The Curse of Ignorance

The Curse of Ignorance

Eftir: Arthur Findlay

Umfjöllun:

Einfaldlega ein af mínum uppáhaldsbókum. The Curse of Ignorance er merkilegasta sagnfræðirit sem ég hef lesið. Bókin kom fyrst út árið 1947 og er meistaraverk skoska athafnamannsins, fríþenkjarans og spíritistans Arthur Findlay. Þegar seinni heimstyrjöldin skall á var Findlay nóg boðið. Hann taldi fáfræði mannsins helstu orsök stríðsins mikla og hann vissi að ef almenningur lærði ekki óritskoðaða sögu mannsins gæti hann aldrei lært af reynslunni. Sagan er oftast skrifuð af sigurvegurunum sem oftar en ekki ritskoða neikvæðar staðreyndir um þá sjálfa. Þessu vildi Findlay breyta. (meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka