Virðing, umburðarlyndi og borgaraleg gifting

Gunnar Jóhannes­son, sóknar­prestur á Hofsósi, skrifar kostulega grein í Fréttablaðið 28. septem­ber síðast­liðinn, þar sem hann fer mikinn gegn Sið­mennt – félagi sið­rænna húmanista á Íslandi. Gunnar lýsir yfir áhyggjum sínum yfir því að guðleysingjunum í Sið­mennt hafi verið hleypt inn í Fríkirkjuna til að gefa saman par borgaralega. Leiðinlegt þykir mér að Gunnar hafi áhyggjur af því að trú­leysingjar heimsæki kristilegar kirkjur en mun alvarlegra þykir mér þó að lesa þær rangfærslur sem Gunnar fer með um Sið­mennt, stefnu félagsins og markmið.

(meira…)

Vörumst skottulækningar

Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur, ritar áhugaverða grein í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag þar sem hann gagnrýnir svokallaða „höfuðbeina – og spjaldhryggsjöfnun“ (H.S. jöfnun) sem hann segir réttilega vera skottulækningar. Það er því miður sjaldgæft að menntaðir heilbrigðisstarfsmenn gagnrýni „óhefðbundnar lækningar“ og því fagna ég framtaki Péturs. Sérstaklega í ljósi þess að fjölmiðlar leyfa sér nánast aldrei að fjalla gagnrýnið um óhefðbundnar meðferðir.

(meira…)

Gamla fólkið getur ekki beðið

Í febrúar á síðasta ári skrifaði ég grein um ömmu mína og afa sem var stíað í sundur á gamals aldri vegna þess að þau voru mis heilsuhraust. Afi var það veikur að hann þurfti að flytja á hjúkrunarheimili á meðan amma þótti ekki nægilega veik til þess að fá að fylgja honum. Þar sem heilbrigðiskerfi okkar virðist leggja meiri áherslu á meðhöndlun sjúkdóma en að viðhalda heilbrigði eru þessir starfshættir staðreynd. Það tók ömmu og afa um tveggja ára baráttu að sameinast á ný og ég fullyrði að þessi langi aðskilnaður hafði veruleg neikvæð áhrif á heilsu þeirra beggja. Amma komst ekki til afa fyrr en hún var orðin það veik að annað var ekki hægt. Gömlu hjónin höfðu deilt kjörum saman í meira en hálfa öld en fengu ekki að njóta samvistar og stuðnings hvors annars þegar þau þurftu mest á honum að halda. Er það skrítið að heilsu þeirra hafi hrakað?

(meira…)

Siðmennt, gullna reglan og trúfrelsi

Nokkuð hefur borið á því að lesendur Morgunblaðsins misskilji andstöðu Siðmenntar, félags siðrænna húmanisma, við Vinaleið Þjóðkirkjunnar í opinberum skólum. Sem dæmi ritaði G. Heiðar Guðnason grein í Morgunblaðið sunnudaginn 29. október og gagnrýndi stefnu Siðmenntar harðlega.

G. Heiðar segir m.a.: “Eigum við e.t.v. að banna Gullnu regluna í skólunum vegna þess að hún á rætur sínar í Biblíunni?”.

(meira…)

Þjóðkirkjan segir Vinaleið vera trúboð

Halldór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslusviðs Biskupsstofu, skrifar grein í Morgunblaðið laugardaginn 21. október síðastliðinn og furðar sig á því að margir haldi að “kristileg sálgæsla” sem stunduð er í opinberum skólum í formi “Vinaleiðar” sé falið trúboð. Halldór segir að Vinaleiðin sé “þjónusta við náungann en ekki boðun”. Við þennan málflutning er margt að athuga. Sérstaklega það að aðrir talsmenn kirkjunnar sjálfrar virðast vera á öndverðri skoðun við Halldór og telja að sálgæsla sé hluti af trúarstarfi.

(meira…)

Biskup fer rangt með stefnu Siðmenntar

Eftirfarandi grein var send á Morgunblaðið 29. mars og var birt í blaðinu í dag (8. apríl).

Undanfarnar vikur hef ég, sem fulltrúi Siðmenntar, tekið þátt í fjölmörgum umræðum um trúfrelsi á Íslandi og þar á meðal hef ég fjallað um trúboð í opinberum skólum. Umræðan hefur vakið mikla athygli og ágæt viðbrögð. Skemmst er frá því að segja að fjölmargir einstaklingar, flestir þeirra trúaðir, hafa haft samband við mig og þakkað sérstaklega fyrir tímabæra og nauðsynlega umræðu. Þar sem öll umræða, sem tengist trú, getur verið afar viðkvæm hef ég gert mitt besta til að fjalla um málið með skýrum hætti og af yfirvegun. Það kemur mér því verulega á óvart hversu margir halla réttu máli þegar þeir fjalla um málflutning minn. Erfitt er að átta sig á því hvað liggur að baki því þegar menn fara með rangt mál aftur og aftur.

(meira…)

Siðmennt styður “fræðslu” um kristni í skólum.

Eftirfarandi grein var send Fréttablaðinu 30. mars og var birt í blaðinu í dag (8. apríl).

Guðmundur Magnússon endurtekur rangfærslu Karls Sigurbjörnssonar, biskups, gagnrýnislaust í grein undir liðnum Sjónarmið í Fréttablaðinu þann 29. mars síðastliðinn. Guðmundur vísar til orða biskups á páskum þar sem hann segir:

“Fámennur þrýstihópur vill rýma fræðslu um þá mikilvægu grunnstoð samfélagsins sem kristni er, út úr skólanum, í nafni mannréttinda og fjölmenningar.”

(meira…)

Um trúfræðslu og trúboð í skólum

Evrópunefnd sem vinnur gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi gaf út skýrslu nú fyrir skömmu um stöðu mála á Íslandi. Í skýrslunni er kristinfræðikennsla í skólum gagnrýnd. Kristinfræðslan er skyldufag sem kann að valda fordómum og getur verið erfitt fyrir foreldra að sækja um undanþágu fyrir börnin sín.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka