Virðing, umburðarlyndi og borgaraleg gifting

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Gunnar Jóhannes­son, sóknar­prestur á Hofsósi, skrifar kostulega grein í Fréttablaðið 28. septem­ber síðast­liðinn, þar sem hann fer mikinn gegn Sið­mennt – félagi sið­rænna húmanista á Íslandi. Gunnar lýsir yfir áhyggjum sínum yfir því að guðleysingjunum í Sið­mennt hafi verið hleypt inn í Fríkirkjuna til að gefa saman par borgaralega. Leiðinlegt þykir mér að Gunnar hafi áhyggjur af því að trú­leysingjar …

Vörumst skottulækningar

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur, ritar áhugaverða grein í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag þar sem hann gagnrýnir svokallaða „höfuðbeina – og spjaldhryggsjöfnun“ (H.S. jöfnun) sem hann segir réttilega vera skottulækningar. Það er því miður sjaldgæft að menntaðir heilbrigðisstarfsmenn gagnrýni „óhefðbundnar lækningar“ og því fagna ég framtaki Péturs. Sérstaklega í ljósi þess að fjölmiðlar leyfa sér nánast aldrei að fjalla gagnrýnið um óhefðbundnar meðferðir.

Siðmennt, gullna reglan og trúfrelsi

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Nokkuð hefur borið á því að lesendur Morgunblaðsins misskilji andstöðu Siðmenntar, félags siðrænna húmanisma, við Vinaleið Þjóðkirkjunnar í opinberum skólum. Sem dæmi ritaði G. Heiðar Guðnason grein í Morgunblaðið sunnudaginn 29. október og gagnrýndi stefnu Siðmenntar harðlega. G. Heiðar segir m.a.: “Eigum við e.t.v. að banna Gullnu regluna í skólunum vegna þess að hún á rætur sínar í Biblíunni?”.

Þjóðkirkjan segir Vinaleið vera trúboð

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Halldór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslusviðs Biskupsstofu, skrifar grein í Morgunblaðið laugardaginn 21. október síðastliðinn og furðar sig á því að margir haldi að “kristileg sálgæsla” sem stunduð er í opinberum skólum í formi “Vinaleiðar” sé falið trúboð. Halldór segir að Vinaleiðin sé “þjónusta við náungann en ekki boðun”. Við þennan málflutning er margt að athuga. Sérstaklega það að aðrir talsmenn kirkjunnar …

Biskup fer rangt með stefnu Siðmenntar

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Eftirfarandi grein var send á Morgunblaðið 29. mars og var birt í blaðinu í dag (8. apríl). Undanfarnar vikur hef ég, sem fulltrúi Siðmenntar, tekið þátt í fjölmörgum umræðum um trúfrelsi á Íslandi og þar á meðal hef ég fjallað um trúboð í opinberum skólum. Umræðan hefur vakið mikla athygli og ágæt viðbrögð. Skemmst er frá því að segja að …

Siðmennt styður “fræðslu” um kristni í skólum.

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Eftirfarandi grein var send Fréttablaðinu 30. mars og var birt í blaðinu í dag (8. apríl). Guðmundur Magnússon endurtekur rangfærslu Karls Sigurbjörnssonar, biskups, gagnrýnislaust í grein undir liðnum Sjónarmið í Fréttablaðinu þann 29. mars síðastliðinn. Guðmundur vísar til orða biskups á páskum þar sem hann segir: “Fámennur þrýstihópur vill rýma fræðslu um þá mikilvægu grunnstoð samfélagsins sem kristni er, út …