Áfram um ritskoðun

Steingrímur Ólafsson á www.frettir.com fjallar um grein mína frá því í gær þar sem ég segi frá ritskoðun sem átti sér stað á www.visir.is á meðan ég starfaði þar. Að gefnu tilefni skal það tekið skýrt fram að ég var ekki eina vitnið að þessari ritskoðun. Fréttir annarra blaðamanna voru einnig ritskoðaðar og athugasemdir voru sendar á ritstjórnarpóstinn sem margir höfðu aðgang að. Í einu skeytinu kom meðal annars fram: „Jón Ásgeir hafði samband og biður um að frétt sé eytt vegna þess að fréttin er röng.“

(meira…)

Er Fréttablaðið ritskoðað?

Áhugaverð umræða var í Íslandi í dag í gærkvöldi vegna hugsanlegra kaupa eigenda Fréttablaðsins á hinu gjaldþrota DV. Margir hafa áhyggjur af því að eignarhald fjölmiðla sé að færast á of fáar hendur hér á landi. Mörg dæmi eru um það víðs vegar um heiminn að eigendur fjölmiðla misnoti vald sitt og því ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að slíkt hið sama gæti gerst á Íslandi.

(meira…)

Munurinn á tekjum og tekjum

Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, flutti áhugaverða setningaræðu á 40. þingi BSRB. Kjörorð þingsins í ár eru „Réttlátir skattar – undirstaða velferðar“. Ögmundur spyr hvers vegna launamenn þurfa að greiða mun hærri skatta en þeir sem lifa á vöxtum og arðgreiðslum, en hinir síðarnefndu þurfa einungis að greiða 10% af tekjum sínum aftur til samfélagsins. Sá sem þetta skrifar hefur aldrei skilið hvers vegna þessi mismunun á sér stað. Ég hlýt því að spyrja eins og Ögmundur: „Finnst mönnum eðlilegt að mismuna í skattlagningu launatekjumanninum í óhag?“

(meira…)

Ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur

Framsóknarflokkurinn samþykkti á flokksþingi nú rétt fyrir kosningar að atvinnuleysisbætur skyldu hækkaðar upp í 93 þúsund krónur á mánuði. Eftir kosningar tekur flokkurinn hins vegar þátt í ríkisstjórn sem ætlar að skerða atvinnuleysisbæturnar um tíu þúsund krónur fyrsta mánuðinn. Líklegast er þetta gert til að standa undir skattalækkunum á hátekjufólk.

(meira…)

Byggðarstefna fortíðarinnar

Kárahnjúkavirkjun er ágætt dæmi um ónýta byggðastefnu. Stefnu sem gerir þegar upp er staðið meira ógagn en gagn. Hagkvæmni virkjunarinnar er óljós, áhrif hennar á umhverfið eru óafturkræf og pólitísku markmiðin með henni, það er að skapa góð atvinnutækifæri og viðhalda byggð á svæðinu til langframa, eru að líkindum dauðadæmd.

(meira…)

Hver á Davíð?

Það hefur vakið athygli að Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, hefur þegið laxveiðiferð í einni dýrustu á landsins frá Kaupþingi-Búnaðarbanka og telur að eigin sögn ekkert óeðlilegt við það. Það hlýtur…

Hver er byggðavandinn?

Byggðamálin eða fólksflóttinn frá landsbyggðinni er eitt af þessum eilífðarmálum þar sem tilfinningar ráða meira ferðinni en heilbrigð skynsemi. Þetta segi ég vegna þess að menn eru sífellt að ræða um hvernig þeir vilji að byggð landsins þróist fremur en hvernig hún er að þróast og hvers vegna. Afleiðingin eru undarlegar skammtíma“lausnir“ stjórnmálamanna sem skila engu nema vonbrigðum og aukinni óánægju.

(meira…)

Skuggahliðar íslensks landbúnaðar

Í skjóli þess að í dag mun tunglið hylja um 65% af Sólinni hef ég ákveðið að tjá mig örlítið um skuggahliðar íslensks landbúnaðarkerfis. Tilefnið er grein um íslenskan landbúnað, sem birtist í DV fyrir viku, þar sem fram kemur að láglauna- og barnafólk geti búist við allt að 10% kaupmáttaraukningu ef markaðsvæðing á sér stað í íslenskum landbúnaði.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka