Er hagkvæmt að hunsa náttúruna?

Umræðan um náttúruna og umhverfisvernd hefur, eins og svo margt annað, oft á tíðum einkennst af upphrópunum fremur en yfirveguðum skoðanaskiptum. Sanntrúaðir umhvefissinnar tala eins og heimsendir sé í nánd á meðan sjálfskipuð sveit „sérfræðinga“ meðal öfga-hægri og íhaldsmanna heldur því fram að umhverfisváin sé hreint og beint bull eða jafnvel fölsun óheiðarlegra vísindamanna. Afleiðingin er sú að stór hluti almennings veit ekki hverju hann á að trúa. Stafar umhverfinu hætta af mengun frá okkur mönnunum? Stafar OKKUR hætta af eigin framferði í umhverfismálum? Hverju eigum við að trúa?

(meira…)

Markmið menntunar

Gild rök eru fyrir því að endurskoða þurfi það rándýra menntakerfi sem hér er við lýði og greitt er af skattgreiðendum. Ekki endilega vegna þess að menntakerfið er of dýrt í rekstri heldur frekar vegna þess að það er ekki að skila þeim árangri sem það gæti skilað. Menntun kostar samfélög vissulega mikla peninga, en fáfræði kostar hins vegar margfalt meira og því er fjárfesting í góðri menntun ávallt skynsamleg.

(meira…)

Menntun með markmið

Eftirfarandi er afrakstur menntanefndar ungra jafnaðarmanna sem hóf störf í maí 1998 I - Leikskólinn --- II- Grunnskólinn --- III - Framhaldsskólinn --- IV – Nám á Háskólastigi „Við eigum…

Er í lagi að kennarar kunni ekki að kenna?

Hvenær fáum við að gefa kennurum einkunnir í samræmi við árangur?
FLESTIR námsmenn hafa sennilega lent í því á einum eða öðrum tíma að vera í „kennslu“ hjá kennurum sem virðast ekki kunna að kenna. Námsmenn hafa margir hverjir lent í því að hafa kennara sem drepa niður allan áhuga nemenda á námsgrein sem þeir voru áður mjög áhugasamir fyrir. Sumir hafa jafnvel lent í því að kennarar hafi hæðst að þeim og gert lítið úr þeim fyrir framan „bekkinn“.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka