Skuggahliðar íslensks landbúnaðar

Í skjóli þess að í dag mun tunglið hylja um 65% af Sólinni hef ég ákveðið að tjá mig örlítið um skuggahliðar íslensks landbúnaðarkerfis. Tilefnið er grein um íslenskan landbúnað, sem birtist í DV fyrir viku, þar sem fram kemur að láglauna- og barnafólk geti búist við allt að 10% kaupmáttaraukningu ef markaðsvæðing á sér stað í íslenskum landbúnaði.

(meira…)

Ys og þys út af engu

Ég vona að menn móðgist ekki þó svo ég segi að borgarmálaumræðan undanfarin misseri er ys og þys út af engu. Meirihluti borgarstjórnar virðist fastur í einhverju embættisstarfi án þess að sýna mikla hugmyndavinnu og nýjungar meðan minnihlutinn fellur í þá gildru að vera einfaldlega á móti öllu því sem meirihlutinn gerir. Þegar maður horfir upp á þetta er auðvelt að skilja hvers vegna svo margir segjast engan áhuga hafa á stjórnmálum.

(meira…)

Stríð – afkvæmi fáfræðinnar

Þær hafa varla farið fram hjá neinum, fréttirnar af fjöldamorðunum, sem berast frá Kosovo þessa dagana. Nú eru það ekki Kosovo-Albanir sem eru skipulega myrtir af Serbum heldur eru það Serbar sem eru myrtir af Kosovo-Albönum. Verndaður landinn á eðlilega erfitt með að skilja hvers vegna hvílík grimmd og mannfyrirlitning á sér stað í næsta nágrenni við okkur.

(meira…)

Frelsi felur í sér ábyrgð

Auglýsingar frá Samtökum iðnaðarins hafa verið áberandi undanfarna daga, þar sem auglýsingabannið á bjór er harðlega gagnrýnt. Þessar auglýsingar, ásamt auglýsingum frá íslenskum bjórframleiðendum, þar sem menn birtast ýmist keflaðir eða fýldir á svip, hafa vakið nokkra umræðu um það hvort að auglýsingabann á áfengi sé réttlætanlegt.

(meira…)

Siðavendni og forsjárhyggja

Mikið galdrafár hefur geisað að undanförnu. Í því hafa prúðir siðgæðispostular kvartað sáran yfir þeirri óáran sem fær að spretta eins og illgresi í borginni okkar fögru við sundið. Til að bæta gráu ofan á svart gera yfirvöld lítið til að draga úr hættunni.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka