Trúarmiðstýringu fagnað

Síðastliðinn sunnudag hófst hin svokallaða kristnitökuhátíð með guðsþjónustu á Laugardagsvellinum. Undirritaður vonar að almenningur gleymi ekki, í öllum fagnaðarlátunum, að íhuga hverju er verið að fagna og hvers vegna. Þegar…

Ríkisrekni fjölmiðlarisinn

Ríkisútvarpið – sjónvarp býr við þann hentuga veruleika að vera tryggður myndarlegur tekjustofn án þess að hafa nokkuð fyrir því að afla hans. Afnotagjöldin sem allir eigendur útvarps- og sjónvarpstækja verða að greiða, óháð því hvort þeir nýti sér þjónustu þá sem boðið er upp, tryggja RÚV yfirburðastöðu sem dregur úr möguleikum annarra fyrirtækja og dregur úr því frumkvæði sem æskilegt er að stjórnendur fyrirtækja búi yfir.

(meira…)

Skuggahliðar íslensks landbúnaðar

Í skjóli þess að í dag mun tunglið hylja um 65% af Sólinni hef ég ákveðið að tjá mig örlítið um skuggahliðar íslensks landbúnaðarkerfis. Tilefnið er grein um íslenskan landbúnað, sem birtist í DV fyrir viku, þar sem fram kemur að láglauna- og barnafólk geti búist við allt að 10% kaupmáttaraukningu ef markaðsvæðing á sér stað í íslenskum landbúnaði.

(meira…)

Ys og þys út af engu

Ég vona að menn móðgist ekki þó svo ég segi að borgarmálaumræðan undanfarin misseri er ys og þys út af engu. Meirihluti borgarstjórnar virðist fastur í einhverju embættisstarfi án þess að sýna mikla hugmyndavinnu og nýjungar meðan minnihlutinn fellur í þá gildru að vera einfaldlega á móti öllu því sem meirihlutinn gerir. Þegar maður horfir upp á þetta er auðvelt að skilja hvers vegna svo margir segjast engan áhuga hafa á stjórnmálum.

(meira…)

Stríð – afkvæmi fáfræðinnar

Þær hafa varla farið fram hjá neinum, fréttirnar af fjöldamorðunum, sem berast frá Kosovo þessa dagana. Nú eru það ekki Kosovo-Albanir sem eru skipulega myrtir af Serbum heldur eru það Serbar sem eru myrtir af Kosovo-Albönum. Verndaður landinn á eðlilega erfitt með að skilja hvers vegna hvílík grimmd og mannfyrirlitning á sér stað í næsta nágrenni við okkur.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka