Gerendur – Hverjir leggja í einelti?

Alltof margir leggja í einelti og getur eineltið ekki síður haft alverleg áhrif á gerendur. Samkvæmt rannsókn sem Dan Olweus framkvæmdi árið 1993 hafa 60% geranda sem náð hafa 24 aldri hlotið einn dóm eða fleiri, og 35-40% þeirra höfðu fengið þrjá eða fleiri dóma á þessum aldri.

Hvað einkennir gerendur?
Það sem einkennir þá sem leggja í einelti umfram önnur börn er árásarhneigð og jákvæð viðhorf til ofbeldis og ofbeldisverka. Þessir nemendur eru skapbráðir og vilja stjórna öðrum.

Öfugt við það sem oft hefur verið haldið fram af sálfræðingum og barnageðlæknum, að þessi nemendur séu í raun hræddir og óöruggir undir yfirborðinu, kemur í ljós við athuganir að þeir eru í meðallagi og yfir meðallagi öruggir með sig miðað við jafnaldra.

Þessir nemendur eru líklegri en aðrir til að lenda í útistöðum við kerfið á fullorðinsárum. Það virðist sem þessi börn hafa ekki fengið eins ákveðin skilaboð og önnur börn frá nánasta umhverfi sínu um muninn á réttu og röngu.

Það virðist einnig að þessi börn hafi þolað,,harðari“ uppeldisaðferðir af hálfu foreldra en börn almennt. Er hér meðal annars átti við beitingu líkamlegra refsinga og reiði.

En af hverju?

  • Gerandinn hlýtur litla ögun heima fyrir.
  • Gerandanum líður illa heima hjá sér.
  • Gerandanum langar að vekja athygli á sér.
  • Gerandinn sér veika hlið á fórnarlambinu og langar að nýta sér það.
  • Gerandinn öfundar fórnarlambið að einhverju leyti.
  • Gerandanum líður illa og langar að öðrum líður verr, en gagnstætt almennri trú þá er það sjaldnast raunin.

Taglhnýtingar
Oft er hópur taglhnýtinga með í því að kvelja aðra og eru þeir þá stundum virkir gerendur og stundum ekki. Þessir einstaklingar hafi ekki sömu einkenni og forystusauðirnir en dragast inn í atburðarrásina af ýmsum ástæðum. Einhverjir hafa ,,lent í“ gerandanum áður og halda að það sé betra að vera með honum en gegn. Önnur ástæða er sú að sumir taka gerendur sem fyrirmynd og halda að þetta sé töff og vilja því líkjast þeim.

*Notast er við upplýsingar úr bókinni ,,Einelti“ eftir Guðjón Ólafsson.