Hver samþykkti þessa stefnu?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

„Lækkum skatta en rukkum sjúklinga. Spörum útgjöld til vegagerðar og látum vegfarendur greiða tolla og önnur gjöld. Hlífum ferðaþjónustunni við hækkun á gistináttagjaldi og rukkum Íslendinga fyrir þann munað að skoða eigið land. Spörum í skólakerfinu en hækkum skólagjöld… Það kostar að reka þetta samfélag! Sameinumst um þær tekjuöflunarleiðir sem bitna verst á þeim tekjulægstu!“ Þessi stefna virðist vera í …

Hefur ein og hálf milljón áhrif á eftirspurn?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Nú getur almenningur fengið 500 þúsund króna afsláttarmiða frá sjálfum sér á ári, í þrjú ár, til að kaupa húsnæði. Hefur sá afsláttur ekki áhrif á eftirspurn? Sérstaklega ef mjög margir ætla að nýta sér sína eigin gjafmildi á stuttum tíma? Ef sú er raunin hefur þessi aukna eftirspurn þá ekki áhrif á húsnæðisverð? Kann svo að fara, vegna hins …

Hrægammarnir sleppa

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Hrægammarnir sleppa. Þú borgar skuldaleiðréttinguna þína sjálfur með eigin sparnaði og samlandar þínir sem eiga ekkert á leigumarkaði hjálpa til með því að greiða skatta og þiggja verri þjónustu. Svo þarf bara að tryggja að aumingjar fái ekki launahækkanir og kyndi þannig undir verðbólgubálinu. Alveg eins og lofað var fyrir kosningar. Ekki satt? ‪#‎ógeðslegtsamfélag #tilhamingjuÍsland #IToldYouSo  

Tillaga að kjarabót fyrir kennara og aðra opinbera starfsmenn

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Opinberar stofnanir greiði námslán starfsmanna sem eru í störfum sem „krefjast“ háskólamenntunnar. Miðað skal við hefðbundin námslán hjá fólki sem hefur ekki haft tök á því að vinna með skóla eða lifa á fjölskyldu sinni meðan það er í námi. Þessi greiðsla bætist ofan á laun og reiknast sem bónus til handa opinberum starfsmönnum (sem yfirleitt eru með lægri laun …

Hugvekja um fölleitan bláan punkt – Jörðina

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Í dag eru 17 ár síðan vísindamaðurinn, fræðarinn og mannvinurinn Carl Sagan lést. Mér þykir því við hæfi að benda á þessa fallegu og áhrifamiklu hugvekju sem hann birti meðal annars í bók sinni Pale Blue Dot.  Titill bókarinnar vísar til þess hvernig Jörðin, heimili okkar og eini staðurinn sem vitað er um að vitsmunalíf þrífst, lítur út frá sjónarhorni …

Pössum okkur á jólakúguninni

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ef taka á flest jólalög, flestar jólaauglýsingar, flestar jólamyndir og næstum alla þá umfjöllun sem fyrirfinnst í geiminum um jólin alvarlega er hægt að draga eftirfarandi ályktanir. Jólin er sá tími þar sem allir eiga að vera glaðir, kjarnafjölskyldan er saman (brosandi og hlæjandi), gamla fólkinu líður vel, værð er yfir börnunum, pör eru ástfangin, allir eiga nóg af peningum …

Skýr skilaboð frá Framsóknarflokknum

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

„Þetta er bara byrjunin sem koma skal hjá nýrri ríkisstjórn. Þetta er stefnan og af þessari stefnu verður ekki vikið“ sagði Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokks í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þar voru ræddar áætlanir ríkisstjórnarinnar um að skerða útgjöld til vaxta- og barnabóta um 600 milljónir króna og draga úr útgjöldum til þróunaraðstoðar. Þetta væri hluti …

Sigmundur Davíð rökræðir við Sigmund Davíð

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ef Sigmundur Davíð vildi gagnrýna Sigmund Davíð. Hvernig myndi hann gera það? Hugsanlega svona: Rökræða er forsenda framfara. Því vil ég segja ykkur að forsætisráðherra er ósvífinn lygari. Hann fullyrðir reglulega eitthvað sem stenst enga skoðun og virðist ekki geta sætt sig við raunveruleikann. Ég þarf ekki og að rökstyðja það frekar hvað forsætisráðherra er ósannsögull enda veit ég að …