Eru flokkspólitískir þrælar að drepa rökræðulistina?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt3 skoðanir

Er rökræðulistin að deyja út á Íslandi eða hefur hún kannski aldrei verið áberandi á þessu skeri? Málsmetandi fólk ræðir mikilvæg mál með stælum, hroka og uppnefningum. Allt of margir neita að færa, eða geta ekki fært, málefnaleg rök fyrir skoðun sinni en ráðast þess í stað á viðmælandann. Sjálfur fell ég of oft í þessa gryfju en reyni þó …

Um lýðræðishlutverk fjölmiðla

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt5 skoðanir

Fyrir þessar kosningar hef ég tekið eftir því að fjölmiðlar taka lýðræðishlutverk sitt misalvarlega. Sem dæmi hefur Fréttablaðið ítrekað „sleppt“ því að ræða við fulltrúa Dögunar í umfjöllun sinni um komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Ég veit reyndar fyrir víst að Dögun hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá að taka þátt í umfjöllun Fréttablaðsins en ekki átt erindi sem erfiði. …

Framsókn og fólkið sem vill eyðileggja flugvöllinn

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Hreiðar Eiríksson frambjóðandi Framsóknarflokksins og flugvallarvina segir á Fésbókarsíðu sinni í dag: „Í dag las ég pistil eftir ungan mann sem vill að Reykjavíkurflugvöllur verði eyðilagður. Hann staðhæfði í pistli sínum að ef svo fer sem horfir, og núverandi meirihluti heldur velli í borgarstjórn Reykjavíkur, þá verði sú niðurstaða ekki túlkuð á annan veg en að kjósendur vilji láta eyðileggja flugvöllinn. …

Aðförin að einkabílnum og annað millistéttarvæl

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt4 skoðanir

Nú hef ég undanfarin ár búið bæði í miðbænum og í Grafarvogi. Alltaf á bíl, enda vinnan nokkuð langt frá heimili mínu. Ekki hef ég tekið eftir neinni „aðför“ að einkabílnum eða að mér persónulega sem ökumanni. Ég hef reyndar tekið eftir fleiri hjólastígum, að það tekur stundum fimm mínútur að finna bílastæði og í einu þekktu dæmi fannst mér …

Þrjár spurningar um lekamálið

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt2 skoðanir

Ég er með þrjár, líklegast heimskulegar, spurningar um lekamálið mikla. Áhugavert væri að fá svör við þeim frá bæði lögfræðingum og blaðamönnum. 1) Er ekki ólöglegt að birta trúnaðargögn frá stjórnvöldum um einstaklinga án leyfis þeirra sem gögnin fjalla um? Ef það er ólöglegt, sem ég hefði haldið, hafa þá blaðamenn sem birta slíkar upplýsingar ekki brotið lög? Algerlega óháð …

Klárum viðræður í nafni geðheilsu þjóðarinnar – Umsögn mín um þingsályktunartillögu um slit á aðildarviðræðum við ESB

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Sent á Utanríkismálanefnd Alþingis Reykjavík, 8. apríl 2014 Efni: Umsögn um þingsályktunartillögu um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, þingskjal 635, 340. mál. Kæru þingmenn sem sitjið í utanríkismálanefnd Alþingis, Það eru nokkrar ástæður fyrir því að ég tel að fella eigi umrædda þingsályktunartillögu. Í fyrsta lagi er það …

Leyfið mér að kjósa. Plís!

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Nú fer fram kynning á skýrslu Alþjóðamálastofnunar um Ísland og ESB. Ef marka má fréttir af kynningunni virðist niðurstaða þessarar skýrslu ganga þvert á næstum allt það sem hörðustu ESB andstæðingar hafa haldið fram. Hverjum á ég að trúa? Svarið er auðvitað engum. Þó ég telji víst að Alþjóðamálastofnun sé nokkrum ljósárum nær raunveruleikanum en snillingarnir í Nei hópnum (sjá …

Hið stóra efnahagslega plan: Hugsum jákvætt

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Samkvæmt forsætisráðherra felst „hið stóra efnahagslega plan“ í því að „trúa á Ísland“ og ekki síður í því að „trúa á okkur sjálf og þau tækifæri sem okkur bjóðast“. Líklegast hefur Sigmundur Davíð lesið ritrýnda vísindaritið „The Secret“ (Leyndarmálið) sem gengur út á einmitt þetta. Ef við viljum ná frama, verða ríka og hamingjusöm þurfum við bara að „trúa“ og …