Að vakna upp við vondan draum

Þegar ég var að fylgjast með umræðunum á Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra síðastliðinn mánudag tók ég sérstaklega eftir ræðu Hjálmars Árnasonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um fíkniefnavandann. Í ræðu sinni lýsti Hjálmar algjöru metnaðarleysi sínu í garð málaflokksins og varpaði um leið allri ábyrgð frá stjórnvöldum.

(meira…)

Fordómar eða umburðalyndi?

Barátta samkynhneigðra fyrir almennum mannréttindum hefur gengið misjafnlega vel í heiminum enda fáfræði og fordómar misjafnlega útbreidd eftir löndum og heimssvæðum. Þótt lagaleg staða samkynhneigðra sé nokkuð góð hér á landi miðað við hvað gengur og gerist annars staðar, njóta þeir enn ekki fullra mannréttinda. Enn er það svo að samkynhneigðum pörum hér á landi er bannað af ríkisvaldinu að ættleiða börn. Ástæðan er líklegast blanda af fordómum og misskilningi.

(meira…)

Menntamálaráðherra, trú og kennsla

Það kemur mér sífellt á óvart hve menntamálaráðherrann okkar, hann Björn Bjarnarson, er með úreltar hugmyndir um menntun. Við lestur á viðtali við Björn í Morgunblaðinu í gær, þar sem hann ræddi um nýja aðalnámskrá fyrir grunn-og framhaldsskóla, hjó ég sérstaklega eftir tveim atriðum í máli hans sem ég vill gera athugasemdir við. Í fyrsta lagi telur Björn að Kennaraháskóli Íslands (KHÍ) einblíni um of á uppeldis- og kennslufræði. Undirritaður telur þvert á móti að ekki sé nægileg áhersla lögð á að kenna væntalegum kennurum hvernig vænlegast sé að koma fram við nemendur og koma námsefninu til skila. Í öðru lagi lýsir menntamálaráðherra því yfir að áfram skuli kenna ómótuðum börnunum kristinfræðslu í stað heimspeki og siðfræði.

(meira…)

Hátt sjálfsmat dregur úr óreglu

Lengi hefur undirritaður talað um að þörf sé á nýrri grunnskólastefnu þar sem áhersla er lögð á að þroska félagslega færni nemenda. Ástæðan er einföld. Ég tel að einstaklingar séu mun betur í stakk búnir til að lifa heilbrigðu lífi í okkar samfélagi ef þeir eru rökfastir, sjálfstæðir og kunna að tjá sig. Ný íslensk vísindarannsókn sem sýnir fram á tengsl sjálfsmats og áhættuhegðunar styrkir enn frekar skoðun mína um að taka þurfi rækilega til í íslenskum skólamálum.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka