Ekki horfa aðgerðalaus á ofbeldi ungmenna

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

19/02/2020

19. 2. 2020

Fyrir um ári lenti ég í þeirri óþægilegu reynslu að þurfa að stöðva hópslagsmál í Grafarvoginum.Síðan þá hef ég því miður fengið af og til ábendingar um fleiri sambærileg atvik og fengið að sjá margar upptökur af fólskulegum árásum þar sem hópur ungmenna ræðst að einum. Nú síðast í þessari viku. Ofbeldið er sláandi. Sparkað er í höfuðið á liggjandi ungmennum og stundum eru vopn notuð.

Fyrir um ári lenti ég í þeirri óþægilegu reynslu að þurfa að stöðva hópslagsmál í Grafarvoginum. Nokkrir ungir menn réðust að einum með hnefahöggum og spörkum. Sumir vopnaðir hnúajárnum. Árásin átti sér stað um miðjan dag við verslunarkjarna í Grafarvoginum. Ég vakti athygli á málin á hverfasíðu Grafarvogs og fékk mikil viðbrögð.*

Síðan þá hef ég því miður fengið af og til ábendingar um fleiri sambærileg atvik og fengið að sjá margar upptökur af fólskulegum árásum þar sem hópur ungmenna ræðst að einum. Nú síðast í þessari viku. Ofbeldið er sláandi. Sparkað er í höfuðið á liggjandi ungmennum og stundum eru vopn notuð. Sem dæmi hnúajárn og hafnarboltakylfur.

Það segir sig sjálft að ofbeldi sem þetta er stórhættulegt. Það þarf lítið til að valda alvarlegum skaða og jafnvel dauða. Við sem samfélag verðum að bregðast við með einhverjum hætti. Svona ofbeldi verður að stöðva.

Hvað getum við gert?

Í fyrsta lagi verðum við að ræða við börnin okkar um ofbeldi. Mörg gera sér ekki grein fyrir því hversu hættulegt það ofbeldi sem hér er lýst getur verið.

Í öðru lagi verðum við sem þegnar að sinna þeirri skyldu okkar að bregðast strax við ef við verðum vitni að ofbeldi á almannafæri. Það er lágmark að hringja á lögregluna strax en einnig að stíga inn í atburðarrásina ef það er mögulegt. Því eins og áður segir getur eitt hnefahögg eða spark í andlit getur verið nóg til að valda varanlegum skaða eða jafnvel dauða.

Í þriðja lagi tel ég að það sé kominn tími á að auka umræðuna um ofbeldi meðal ungmenna í samfélaginu okkar. Við þurfum öll að gefa skýr skilaboð um að svona hegðun er ekki í boði. Því miður virðist það vera einhver tíska um þessar mundir hjá sumum ungmennum að ráðast á fólk og taka upp ofbeldið á snjallsíma. Ég hef fengið sendar nokkrar slíkar upptökur.

Í fjórða lagi þarf að efla umræðu um fordóma í samfélaginu. Í sumum tilfellum virðist ofbeldið vera réttlætt með útlendingaandúð.

Í fimmta lagi þurfum við að skoða alla innviði sem snúa að velferð barna. Styrkja fjölskyldur, skóla, barnavernd og allt sem dregur úr óhamingju ungmenna.

Bregðumst við af virðingu en forðumst að dæma.

Ofbeldi meðal ungmenna er aldrei réttlætanlegt og ber að fordæma. Mikilvægt er þó að forðast að fella palladóma og dæma þá einstaklinga sem gerast sekir um að beita ofbeldi. Oft eru þetta einstaklingar sem eiga erfitt, koma úr erfiðum aðstæðum og þurfa á hjálp að halda. Umræðan ætti ekki bara að snúast um að vernda ungmenni gegn ofbeldi heldur einnig að koma þeim til hjálpar sem beita því.

*Umfjöllun í fjölmiðlum

Umfjöllun á RÚV um ofbeldi meðal barna og unglinga. Stutt viðtal við mig um málið:

Viðtal á Bylgjunni vegna árásarinnar í apríl 2019:

Umfjöllun um atvikið 2019 á Facebook

Greinar um einelti á Skodun.is heimildarþátturinn Einelti – Helvíti á Jörð:

Deildu