Orðið jól er alls ekki kristilegt hugtak heldur að öllu leyti heiðið heiti sem Kristnir tóku síðar upp (stálu?) yfir hátíð sem með réttu kallast Kristsmessa. 

Heiðingjarnir sem héldu upp á jólin, löngu fyrir meinta fæðingu Jesú, gerðu sér glaðan dag 25. desember. Þeir gáfu gjafir, hengdu upp mistilteina og skreyttu tré. Kannist þið við þessar „kristnu“ hefðir?