Velferð kostar of mikið

goðafoss
Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson

„Það kostar of mikið“ er mantra íhaldsafla sem berjast gegn velferð almennings sem fjármögnuð er í gegnum sameiginlega sjóði. Þessi afstaða er ekki mannvonska heldur rökvilla. Rökvilla sem felst í því að skoða aðeins á aðra hlið jöfnunnar.

Samfélagið tapar ekki bara fjármagni sem varið er í velferð heldur gærðir það líka. Gróðinn er meira að segja oft meiri en „tapið“.

Það kostar að bjóða upp á öflugt og gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi en við græðum á því að fólk leiti sér aðstoðar strax og öðlist bata fljótt og örugglega. Heilbrigður einstaklingur skapar meiri verðmæti en sjúkur.

Það kostar að mennta almenning. Góðir skólar eru rándýrir. Upplýstir einstaklingar skapa þó að jafnaði meiri verðmæti en hinir fáfróðu.

Það kostar að vernda náttúruna, að rafvæða bílaflotann og að draga úr loftmengun. Það kostar samt miklu meira að hundsa náttúruna. Ef okkur er sama um móðir náttúru er henni sama um okkur. 

Það kostar að tryggja jöfnuð, tækifæri og samkennd í samfélaginu en það kostar meira að búa í samfélagi ójöfnuðar því aukinn ójöfnuður mun alltaf skapa upplausn í samfélaginu og aukna glæpi. Allir tapa á slíku samfélagi, ríkir sem fátækir.

Kostnaðarhlið jöfnunnar segir aðeins hálfa söguna og oft tæplega það. Gróðinn sem fylgir velferð er nánast án undantekningar meiri. Ekki bara í peningum talið. Við bætist aukin hamingja, aukið öryggi og minni vansæld. Við græðum öll á bættum samfélagsgæðum.

Peningar í sjálfu sér skipta ekki máli. Peningapólitík er því í senn gagnslaus, fjandsamleg og heimskuleg. Stundum hamingjupólitík í staðinn. Þá munu allir græða.

Deildu þessari grein

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on email
Loka