Stoltur vinstri jafnaðarmaður

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

24/10/2016

24. 10. 2016

Margir flokkar á Íslandi eru til vinstri og margir stjórnmálamenn eru einfaldlega vinstri jafnaðarmenn, jafnvel þó sumir séu dauðhræddir við hugtakið „vinstri“ og vilji alls ekki láta bendla sig við það hugtak. Það er þó hrein og klár vinstri stefna að vilja öflugt gjaldfrítt heilbrigðiskerfi, að vilja draga úr misskiptingu auðs, að vilja vernda náttúruna, […]

Margir flokkar á Íslandi eru til vinstri og margir stjórnmálamenn eru einfaldlega vinstri jafnaðarmenn, jafnvel þó sumir séu dauðhræddir við hugtakið „vinstri“ og vilji alls ekki láta bendla sig við það hugtak.

Það er þó hrein og klár vinstri stefna að vilja öflugt gjaldfrítt heilbrigðiskerfi, að vilja draga úr misskiptingu auðs, að vilja vernda náttúruna, að vilja að almenningur fái réttlátan hlut af auðlindum landsins, að tryggja öryggisnet handa öllum, að bjóða aðgang að góðri menntun óháð efnahag og berjast fyrir frelsi einstaklingsins og almannahagsmunum en um leið berjast gegn hvers kyns sérhagsmunapoti.

Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands og Vinstri grænir bera hugtökin „jöfnuður“ og „vinstri“ með stolti.

Margir aðrir flokkar sem tala fyrir vinstri jafnaðarstefnu eru þó í feluleik. Tala fyrir jöfnuði og klassískri vinstri jafnaðarstefnu en kannast ekki við merkimiðann. Þeir hræðast hugtakið vinstri“. Þessi hræðsla við hugtakið vinstri í pólitík er svolítið sérstök, ef ekki kjánaleg.

Margir talsmenn Bjartar Framtíðar og Pírata tala augljóslega fyrir klassískum vinstri stefnumálum. Að sumu leyti Viðreisn líka. Þetta sést einfaldlega með því að skoða stefnuskrár þeirra og áherslur.

Því skil ekki þessa hræðslu við að hugtakið „vinstri“. Ég er stoltur af því að vera vinstri sósíal demókrati. Enda er jafnaðarstefnan göfug stefna og samfélög sem byggja á jöfnuði og einstaklingsfrelsi eru bestu samfélög í heimi. Þannig er það bara.

Því vona ég að jafnaðarmenn allra flokka beri gæfu til þess að starfa saman eftir kosningar.

Að lokum vil ég gera þessi fleygu orð Olof Palme að mínum:

Deildu