Vörumst eftirlíkingar

frelsi-fugl
Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson

Í aðdraganda kosninga tala fulltrúar (nánast) allra stjórnmálaflokka eins og jafnaðarmenn. Kjósendur verða þá að vera meðvitaðir um að ekki eru allir flokkar jafnaðarmannaflokkar. Sumir berjast beinlínis fyrir sérhagsmunum en það er ekki gæfulegt að auglýsa það í miðri kosningabaráttu.

Ef kjósendur vilja samfélag fyrir alla, öfluga heilbrigðisþjónustu óháð efnahag,  menntun handa öllum og almannahagsmuni ofar sérhagsmunum, ættu þeir að kjósa flokka sem hafa alltaf haft þessi markmið að leiðarljósi.

Flestir Íslendingar styðja hugsjónir jafnaðarmanna og því hvet ég fólk til að kjósa jafnaðarmannaflokka. Ekki íhaldsöfl í dulargervi sem sjaldan eða aldrei haft nokkurn áhuga á að berjast fyrir hagsmunum almennings.

Vörumst eftirlíkingar!

Deildu þessari grein

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on email
Loka