Leyfið mér að kjósa. Plís!

esb2
Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson

Nú fer fram kynning á skýrslu Alþjóðamálastofnunar um Ísland og ESB. Ef marka má fréttir af kynningunni virðist niðurstaða þessarar skýrslu ganga þvert á næstum allt það sem hörðustu ESB andstæðingar hafa haldið fram.

Hverjum á ég að trúa? Svarið er auðvitað engum. Þó ég telji víst að Alþjóðamálastofnun sé nokkrum ljósárum nær raunveruleikanum en snillingarnir í Nei hópnum (sjá þetta myndband) þá er auðvitað best að taka öllum upplýsingum með fyrirvara. Það er nauðsynlegt að klára samningaviðræðurnar og taka svo upplýsta ákvörðun.

Af hverju vill Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ekki leyfa okkur það? Við hvað eru hinir miklu leiðtogar þessara flokka hræddir?

Leyfið mér að kjósa. Plís!

Deildu þessari grein

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on email
Loka