Allt um Einelti – ný heimildarmynd á netinu

Allt um Einelti   Fræðslumynd um einelti
Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson

Allt um Einelti Fræðslumynd um eineltiSíðasta fimmtudag mætti ég á frumsýningu á heimildarmyndinni Allt Um Einelti í Bíó Paradís. Leikstjóri myndarinnar er Viðar Freyr Guðmundsson og á hann mikið hrós skilið fyrir þessa mynd. Hægt er að horfa á myndina frítt á einelti.com og inn á VOD kerfum símafyrirtækjanna. Ég hvet alla til að horfa á myndina og dreifa henni. Ég mæli sérstaklega með myndinni fyrir foreldra, skólafólk og ekki síst stjórnmálamenn. Þetta er mikilvæg mynd.

Að lokum vil ég biðja fyrirtæki, fólk og opinbera aðila um að styrkja Viðar og aðra sem unnu að því að gera Allt um Einelti. Ég þykist vita að myndin hafi meira og minna verið unnin í sjálfboðavinnu og styrkir hafi rétt náð upp í kostnað (sendið póst á vidar(hjá)einelti.com).

Það er gríðarlega mikilvægt að verkefni sem þetta fái góða athygli og framleiðendur fái viðeigandi hrós og fjárhagslegan stuðning. Annað er í raun skammarlegt.

Hægt er að sjá myndina á EINELTI.COM.

Deildu þessari grein

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on email
Loka