Fólk kaus ekki Bjarna Ben og Sigmund Davíð af því þeir voru á móti aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fólk kaus þá vegna helstu kosningaloforða þeirra (skattalækkanir, skuldaniðurfelling, afnám verðtryggingar o.s.frv.) og sumir (jafnvel mjög margir) ákváðu að kjósa þessa flokka vegna þess að þeir lofuðu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Það er alveg á hreinu að margir hefðu ekki kosið þessa flokka hefðu flokkarnir lýst því skýrt yfir fyrir kosningar að slíta ætti aðildarviðræðum.

Með því að ljúga að þjóðinni græddu þessir flokkar augljóslega mörg atkvæði. Það er í senn óheiðarlegt og ólíðandi.