Tólf eða þrettán milljarðar í Landspítalann?

hospital-stethoscope
Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson

Vigdís Hauksdóttir á RÚVÁ morgun komumst við væntanlega að því hvort Landspítalinn vær tólf eða þrettán milljarða frá ríkisstjórninni, silfurskeiðabandalaginu svokallaða. Þessu fjármagni var lofað og ég er handviss um að stjórnmálaflokkar standi við gefin loforð. Hverjum myndi annars detta í hug að lofa þrettán milljörðum fyrir kosningar en svíkja það svo?

Vigdís Hauksdóttir,  sem er þingmaður Framsóknarflokksins og  situr jafnframt í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, sagði í kosningaþætti í apríl 2013Framsókn vildi þjóðarsátt um Landspítalann:

„Og þjóðarsáttin gengur út á það að það verða settir 12 til 13 milljarðar í rekstur Landspítalans.“ (Sjá upptöku)

Reyndar virðast ekki allir framsóknarmenn skilja orðin „verða settir“ og vilja meina að þessi orð fulltrúa flokksins, sem virtust lesin upp af blaði í kosningaþætti, þýði alls ekki að flokkurinn hafi verið að lofa neinu.

„Í fyrsta lagi er Vigdís ekki að lofa neinu. Í öðru lagi hafa fjárlög ekki verið lögð fram. Það stendur því lítið eftir í þessari „frétt“, annað en að höfundur hennar hefur mikinn áhuga á að koma höggi a Framsóknarflokkinn. Það fer lítið fyrir hlutlægri frettamennsku þessa dagana.“ Segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins á Facebook síðu sinni.

Kannski er þetta rétt hjá Karli. Það þarf auðvitað mikið hugmyndaflug og fáránlega trú á heiðarleika stjórnmálamanna að skilja þessi orð Vigdísar: „það verða settir 12 til 13 milljarðar í rekstur Landspítalans“ sem einhverskonar loforð.

Ég vona að of margir kjósendur hafi ekki haldið að stjórnmálamenn hafi virkilega verið að meina það sem þeir sögðu fyrir kosningar. Þá gæti fólk hafa kosið flokka á röngum forsendum.

Það væri vandræðalegt.

Deildu þessari grein

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on email
Loka