Sorgleg fjáröflunarátök

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

16/09/2013

16. 9. 2013

Mér finnst eitthvað sorglegt við það einkaaðilar og samtök þurfi standa fyrir fjáröflunarátökum til að safna fyrir mikilvægri og jafnvel nauðsynlegri grunnþjónustu. Auðvitað gleðst ég yfir því að fólk vilji láta gott af sér leiða en það er eitthvað verulega rangt að við að fólk út í bæ þurfi að betla pening svo hægt sé […]

Mér finnst eitthvað sorglegt við það einkaaðilar og samtök þurfi standa fyrir fjáröflunarátökum til að safna fyrir mikilvægri og jafnvel nauðsynlegri grunnþjónustu. Auðvitað gleðst ég yfir því að fólk vilji láta gott af sér leiða en það er eitthvað verulega rangt að við að fólk út í bæ þurfi að betla pening svo hægt sé að kaupa nauðsynleg sjúkrahústæki eða starfrækja bráðageðdeild svo dæmi séu tekin.

Það er nægur peningur til í samfélaginu til að veita mun betri grunnþjónustu en nú er veitt (eins og sést þegar milljónir safnast í átökum).

Mín skoðun er sú að þjónusta sem varðar heilbrigði og öryggi almennings eigi að vera greidd af almannafé í gegnum skattkerfið.

Nær væri að félagasamtök safni fyrir starfssemi sem er samfélagslega mikilvæg en ekki beinlínis lífsnauðsynleg.

Annars hvet ég sem flesta til að fara inn á www.aallravorum.is og styðja gott málefni

 

Deildu