Hrokakeppni Framsóknarmanna

framsokn-fyrir-island490x256
Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson

Framsókn fyrir ÍslandStundum held ég að þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins séu í einhverri innbyrðis keppni um að fara í taugarnar á almenningi í landinu. Hrokinn í tilsvörum þeirra er það algengur að ekki er hægt að gera þeim upp að vera einfaldlega svona lélegir í mannlegum samskiptum. Framsóknarþingmennirnir hljóta að svara svona af ráðnum hug.

Óljóst er hver er að vinna þessa ömurlegu hrokakeppni en fjórir þingmenn berjast nú um forystusætið. Vigdís Hauks, Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Sigurður Ingi. Erfitt er að sjá hver þeirra stendur sig best í því að tala niður til almennings.

Eitthvað virðist Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hafa óttast um stöðu sína í hrokakeppninni og ákvað því að lýsa því yfir í gær að ekki kæmi til greina af hans hálfu að kjósa um áframhaldandi viðræður við ESB.

Augljóst er að Gunnar Bragi lætur þessi orð falla einungis til að stuða alla sem eru ekki fullkomlega sammála honum. Virkilega sterkur leikur. Hvort nýjasta útspil hans kemur honum á toppinn í hrokakeppninni er óljóst enda verða stigin ekki tekin saman fyrr en um mánaðarmót. En keppnin er hörð og er ég aðallega forvitinn um hvað sé í verðlaun. Mig grunar að það sé fylgishrun en Framsóknarmenn vita eflaust betur.

p.s.
Hættum þessari vitleysu og klárum dæmið!

Vinsamlegast skrifið undir þessa áskorun: http://www.petitions24.com/klarum_daemid

Sjá einnig:

Deildu þessari grein

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on email
Loka