Eirarsukkið

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

05/07/2013

5. 7. 2013

Nú er enn ein skýrslan komin út um sukkið sem virðist vera allsráðandi í íslensku samfélagi. Sú nýjasta fjallar um hjúkrunarheimilið Eir. Ég hef áður fjallað um íslensku hrægammana sem hafa farið illa með eldri borgara. Það er vægast sagt ljótt. Í nýrri skýrslu Deloitte kemur fram að margt hafi verið óeðlilegt við skipulag og […]

Nú er enn ein skýrslan komin út um sukkið sem virðist vera allsráðandi í íslensku samfélagi. Sú nýjasta fjallar um hjúkrunarheimilið Eir. Ég hef áður fjallað um íslensku hrægammana sem hafa farið illa með eldri borgara. Það er vægast sagt ljótt.

Í nýrri skýrslu Deloitte kemur fram að margt hafi verið óeðlilegt við skipulag og rekstur Eirar. Ekki var fært í bókhald í samræmi við lög og almenna bókhalds- og reikningsskilavenju. Framkvæmdastjóri bjó til stöður fyrir venslafólk sitt.  Greiðslur úr „þróunarsjóði“ upp á 2,7 m.kr. vegna dagpeninga, flugferða, gistinga og veitinga erlendis. Ekki „verður sýnt fram á að greiðslurnar tengist með beinum hætti rekstri Eirar“ segir í skýrslu Deloitte.

Nú hef ég bara eina spurningu. Mun einhver sæta ábyrgð? 

Deildu