Óundirbúin fyrirspurn um njósnir Bandaríkjamanna á íslenskum þegnum

sjonauki-njosnir
Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson

njósnirGetur einhver þingmaður lagt fram þessa fyrirspurn?

Hefur háttvirtur utanríkisráðherra sent bandarískum yfirvöldum fyrirspurn um hvort fylgst hafi verið með íslenskum þegnum með því að hlera símtöl þeirra, skoða tölvupóst eða önnur persónuleg gögn? Ef svarið er nei þá spyr ég hvort ráðherrann telji ekki nauðsynlegt að fá fram þessar upplýsingar?

Ef í ljós kemur að íslenskir þegnar hafa orðið fyrir njósnum af þessu tagi, telur ráðherra þá ekki að:

a) það þurfi að krefja bandarísk stjórnvöld útskýringa á háttalagi sínu?

b) Íslendingar eigi heimtingu á formlegri afsökunarbeiðni frá bandarískum yfirvöldum?

c) tryggja þurfi eins og kostur er að ekki verði brotið á friðhelgi einkalífs Íslendinga í framtíðinni?

Hvaða lög vernda rétt almennings á Íslandi gegn eftirliti erlendra yfirvalda og hvert getur fólk leitað sem telur að á sér hafi verið brotið?

Nú er líklegt að engin íslensk lög veiti almenningi á Íslandi vernd fyrir erlendum njósnurum. Er þá ekki skylda yfirvalda á Íslandi að vera málsvari Íslendinga í þessum efnum?

Deildu þessari grein

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on email
Loka