Af ofbeldiskonum og ofbeldismönnum

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir

Nú í umræðunni hefur verið fjallað um karla sem verða fyrir heimilisofbeldi af hálfu kvenna. Mér þykir þessi umræða góð og mikilvæg og dáist af kjarki þeirra sem manna sem hafa stigið fram. Samfélagið hefur síðustu áratugi verið að moka ýmsu undan teppinu eins og til dæmis ofbeldi gegn konum. Þannig hefur umræðan opnast og það sem áður mátti ekki ræða er nú rætt.

Sem dæmi um slíka umræðu er opnun Kvennaathvarfsins á sínum tíma. Þeir einstaklingar sem stóðu að opnun Kvennaathvarfsins  fengu að heyra það ekki væri þörf á slíku úrræði. Sú skoðun byggðist eflaust að miklu leyti af því að fólki fannst erfitt að horfast í augu við raunveruleikann: ofbeldi gegn konum er algengt og alvarlegt.

Nú er hin opna samfélagslega umræða hins vegar komin svo langt að hún er ef til vill farin að skyggja á aðra hópa? Við erum búin að kvengera heimilisofbeldi. Baráttan við ofbeldi gegn konum er orðin svo kvenlæg að karlmenn sem verða við slíku ofbeldi skammast sín. Karl sem verður fyrir heimilisofbeldi frá konu sinni líður ef til vill eins og hann hafi óvart tekið sér sæti í kvenfélagsstúku. Hvernig lenti hann hér?

images

Femínistar (já ég!) hafa bent á hvað tungumálið okkar sé karlægt. Ómarkaða kyni í íslensku máli er karlkyn. Sumir segja að kvenfyrirlitning sé jafnvel byggð inn í tungumálið.

Ef við skoðum þá hugtökin ofbeldismaður og ofbeldiskona þá er síðara hugtakið mun minna notað. Það er ekki bara mín tilfinning því ef hugtökin eru slegin upp í google leitarvélinni koma 14 síður með hugtakinu ofbeldismaður en 4 með hugtakinu ofbeldiskona. Nokkrar skýringar geta verið fyrir því. Meðal fleiri skýringa gæti ein  verið sú að konur eru líka menn og á því hugtakið ofbeldismaður því bæði við um karla og konur.  Ekki græða karlar þar á karlægu tungumáli.  Önnur skýring gæti verið að konur beiti einfaldlega minna ofbeldi en karlar og sú þriðja að ofbeldi kvenna gegn körlum sé ekki samfélagslega viðurkennt. Hjálpumst að og viðurkennum slíkt ofbeldi. Opnum fyrir umræðuna.

Deildu þessari grein

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on email
Loka